14.08.2014 18:08

Ný borð og nýir stólar í félagshúsnæðið

Í dag voru keyptir nýir stólar og borð í félagshúsnæðið, en með nýju stólunum mun félagshúsnæðið nýtast betur og það verða sæti fyrir fleiri.  Núverandi innbú er búið reynast okkur vel í gegnum tíðina, en fjölgunin í félaginu er slík að húsnæðið er að springa utan af okkur.  Með nýju borðunum og stólunum mun húsnæðið nýtast betur bæði fyrir fundi og mót.  Stefnan er svo að halda áfram að endurnýja félagshúsnæðið og bæta aðstöðu okkar félagsmanna.

 

Eins og fram kemur hér fyrir ofan hefur fjölgun félagsmanna verið mikil undanfarna mánuði og æfingasvæðið er mikið notað bæði af félagsmönnum og öðrum skotmönnum.  Undirritaður rekst iðulega á skotmenn á æfingasvæðinu í sínum daglegu eftirlitsferðum og eftir stutt spjall kemur oftast í ljós að þeir hafi hitt aðra skotmenn sama dag.  Þetta gleður okkur mikið og þá vitum við að félagsmenn eru að njóta góðs af þeirri miklu vinnu sem lögð hefur verið í að bæta æfingasvæðið.

Frá skotæfingu síðustu helgi.