18.08.2014 00:05

Frábært veður til skotæfinga

Í dag var frábært veður hér á Snæfellsnesinu og voru nokkrir sem nýttu blíðuna til skotæfinga á æfingasvæði félagsins.  Einnig var hafist handa við málningarvinnu á æfingasvæðinu, en ekkert hefur verið málað í sumar vegna tíðra rigninga.

Staurarnir sem afmarka riffilbrautina voru málaðir í áberandi lit.