23.08.2014 23:58

Til veiðimanna að beiðni Almannavarna

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu á Norðausturlandi, norðan Dyngjufjalla af öryggisástæðum vegna jarðhræringa í Bárðarbungu.  Einnig hefur nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn verið lokað.

 

Umhverfisstofnun vill benda veiðimönnum á að kynna sér lokanir þessar hyggist þeir halda til veiða á Norðausturlandi.  Kort af lokaða svæðinu má finna á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is.