21.08.2016 08:12

Refamót Skotfélags Snæfellsness

Árlegt Refamót Skotfélags Snæfellsness fór fram í gær á æfingasvæði félgsins í Hrafnkelsstaðabotni.  Þetta er í annað skipti sem mótið er haldið og fengum við alveg frábært veður í ár.  Níu keppendur tóku þátt og þeirra á meðal voru góðir gestir, en Finnur frá Skotfélagi Akureyrar og Jóhann frá Skotíþróttafélagi Kópavogs tóku þátt.

 

Fóru leikar þannig að Finnur frá Akureyri sigraði annað árið í röð, Birgir Guðmundsson var í öðru sæti og Unnsteinn Guðmundsson var í þriðja.  Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.  Hægt er að skoða þær hér.