27.08.2016 22:42

Pæjumót 2016

MIÐVIKUDAGINN 31.08.2016    KL. 17:30

Nú er komið að því að halda skotmót sem eingöngu er ætlað konum.  Keppt verður með 22.cal rifflum og skotmörkin verða á 25m, 50m, 75m og 100m.  Allar konur eru velkomnar.  Vanar eða óvanar skiptir ekki máli heldur er aðalatriðið bara að vera með.  Félagið verður með riffla á svæðinu fyrir þær sem hafa ekki aðgang að riffli og einnig verða leiðbeinendur til aðstoðar.  Skráning og frekari upplýsingar hjá Heiður Láru í síma 848 4250.  Vonandi sjáum við sem flestar.