22.08.2019 17:22

Refamót á laugardaginn - opið mót

Árlegt refamót félagsins verður haldið laugardaginn 24. ágúst og hefst mótið kl. 12:00.  Skotið verður á 10 refi á 10 mismunandi færum sem verða gefin upp þegar mótið hefst.  Skotið verður liggjandi og aðeins eitt skot á hvern ref.  Mótsgjald verður 2.000 kr.  Nánari upplýsingar gefur Heiða Lára í síma 848 4250. Skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com og lýkur skráningu föstudaginn 23. ágúst kl. 20:00.