26.08.2019 23:33

Refamótið - úrslit

Árlegt refamót félagsins var haldið í 5. skipti síðastliðinn laugardag.  Skotið var úr liggjandi stöðu og átti hver keppandi átti að skjóta 10 skotum, einu skoti á hvert skotmark sem öll voru í mismunandi löngum færum.  12 keppendur luku keppni í ár og það var Stefán Eggert Jónsson sem sigraði að þessu sinni.  Í öðru sæti var Jón Þór Sigurðsson og í þriðja sæti var Júlíus Freysson.  Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið.

 

Stefán Eggert Jónsson - sigurvegari mótsins