28.09.2019 08:43

Pæjudagur á skotsvæðinu

Árlegur Pæjudagur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn á æfingasvæði félagsins sunnudaginn 6. október.  Dagurinn hefst kl. 11:00 með kynningu á þeirri skemmtilegu íþrótt sem skotfimin er og hægt verður að fá að prófa að skjóta undir leiðsögn. 

 

Pæjudagurinn er fyrir allar konur 15 ára og eldri, hvar sem þær búa.  Frítt er á kynninguna.  Hægt er að sjá myndir frá fyrri kynningu hér.

 
 
 

Um kl. 13:30 hefst svo hið stórskemmtilega Pæjumót og geta allar þær sem vilja tekið þátt.  Um er að ræða skemmtilega keppni í riffilskotfimi og er þetta allt er þetta til gamans gert.   Keppt verður í 3 flokkum "vanar - lítið vanar - óvanar".

Þær sem ekki hafa aðgang að riffli geta fengið lánaðan riffil á svæðinu.  Við hvetjum dætur, mömmur, ömmur, frænkur og allar hinar til þess að gera sér glaðan dag og líta við á skotsvæðinu.

 

Gott er að þær sem ætla að mæta í mótið skrái sig fyrirfram, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Skráningu er hægt að senda inn á skotgrund.mot@gmail.com.  Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Lára í síma 848-4250.

 

Hægt er að skoða myndir frá fyrri mótum hér: 2016  -  2017  -  2018

 

REGLUR MÓTSINS:

Vanar = eru þær sem keppt hafa í skotmóti oftar en 5 sinnum.

Lítið vanar = eru þær sem keppt hafa 5 sinnum eða sjaldnar.

Óvanar = eru þær sem aldrei hafa tekið þátt í skotmóti.

 

# Aðeins leyfilegt að nota .22LR.

# Leyfilegur stuðningur er : Samanbrjótanlegur tvífótur að fram. Sandpúði, hendi eða annað sambærilegt að aftan.

# Aukabúnaður á hlaup er ekki leyfður. (Tuner eða brake.)

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.

# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.

# Ekki er leyfilegt að handleika byssur á skotborðum á meðan fólk er í brautinni. ( Þegar verið er að setja upp skotmörkin, eða taka niður.)

# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti.

# Skotin eru tvöblöð, eitt í einu. 10mín. á hvort blað. Skotmörkin eru 5 sem telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig.

# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"