18.08.2019 21:54

Skotvopnanámskeið 13. - 14. september

Skotvopnanámskeið verður haldið í Grundarfirði dagana 13. -14. september.  Leiðbeinandi verður Ómar Jónsson og fer bókleg kennsla fram í Grunnskóla Grundarfjarðar á föstudeginum frá kl. 18:00 - 22:00.  Áframhald verður á bóklegri kennslu á laugardeginum frá kl. 09:00 - 13:00.  Verkleg kennsla fer svo fram á æfingasvæði Skotfélags Snæfellsness frá kl. 14:00 -18:00.  Allar nánari upplýsingar er að finna á vef Umhverfisstofnunar eða hjá Jóni Pétri í síma 863 1718.

 

Verði skráningar á námskeiðið fleiri en sætafjöldi ganga þeir fyrir sem ganga fyrstir frá greiðslu námskeiðsgjalda og skila gögnum til lögreglu.