04.10.2018 22:21

Húsavíkurmeistarinn

Þann 16. september síðastliðinn var þriðja og síðasta mótið í 50BR mótaröðinni til Húsavíkurmeistara haldið hjá Skotfélagi Húsavíkur.    Þar áttum við tvo þátttakendur en um var að ræða opið mót og keppendur voru frá Akureyri, Húsavík, Snæfellsnesi og Sauðárkróki.

Heiða Lára náði 4. sæti og Pétur 7. sæti, en Kristján Arnarson sigraði mótið og varð um leið Húsavíkurmeistarinn.  Hægt er að lesa nánar um úrslit mótsins á facebook síðu Skotfélags Húsavíkur

 

Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndabankann.