06.10.2018 17:40

Landsmót UMFÍ - Sauðárkróki

Landsmót UMFÍ er fjögurra daga íþróttahátíð sem haldin var á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí.  Þar gátu keppendur tekið þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum og við hjá Skotfélagi Snæfellsness áttum þar 4 keppendur sem kepptu í íþróttaskotfimi.  Það voru þau Dagný Rut, Jóhanna Ómars, Heiða Lára og Pétur Már.

 

Keppt var eftir reglum STÍ og í "Sporter" flokki varð Dagný Rut í 2. sæti, Pétur Már í 3. sæti og Heiða Lára í 5. sæti.  Í flokkinum "léttir Varmit" varð Dagný Rut í 5. sæti, Pétur Már í 6. sæti, Heiða Lára í 7. sæti og Jóhanna í 8. sæti.  Dagný Rut var síðan sú eina af okkar fólki sem keppti í flokkinum  "þungir Varmit"  og hafnaði hún í 4.sæti.
 
Það má með sanni segja að okkar fólk hafi staðið sig með mikilli príði, en aðal atriðið er þó að vera með og hafa gaman.  Vonandi munum við eiga ennþá fleiri keppendur á næsta Landsmóti UMFÍ.