25.10.2018 10:17

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2018

 

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun föstudaginn 26. október og munu veiðidagar rjúpu í ár verða fimmtán talsins, sem skiptast á fimm helgar á tímabilinu 26. október til 25. nóvember 2018. Leyfileg heildarveiði á rjúpum er um 67.000 rjúpur og miðað við fjölda veiðimanna síðasta ár, gera það um 10 fugla á hvern veiðimann. Sölubann á er rjúpum.

 

VEIÐIDAGAR VERÐA EFTIRTALDIR:

Föstudaginn 26. október til sunnudags 28. október. (3 dagar)


Föstudaginn 2. nóvember til sunnudags 4. nóvember. (3 dagar)


Föstudaginn 9. nóvember til sunnudags 11. nóvember. (3 dagar)


Föstudaginn 16. nóvember til sunnudags 18. nóvember. (3 dagar)

 

Föstudaginn 23. nóvember til sunnudags 25. nóvember. (3 dagar)

 

Eins og áður hvetur Umhverfisstofnun veiðimenn til að gæta hófs við veiðar.  Veiðimenn eru einnig hvattir til góðrar umgengni um veiðislóð og eru beðnir um að hirða tóm skothylki eftir sig og aðra.

 

Hægt er að lesa meira hér.

Myndin er tekin af www.reykjavík.is