26.10.2018 10:29

Rjúpnaveiðitímabilið hafið

SKOTFÉLAG SNÆFELLSNESS ÓSKAR RJÚPNAVEIÐIMÖNNUM GÓÐRAR FERÐAR OG BIÐUR MENN UM AÐ FARA ÖLLU MEÐ GÁT.  HÉR ERU NOKKUR ATRIÐI SEM GOTT ER AÐ HAFA Í HUGA ÁÐUR EN HALDIÐ ER TIL VEIÐA:

 

#  Fylgist með veðurspá

#  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

#  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

#  Hafið með góðan hlífðarfatnað

#  Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

#  Fjarskipti þurfa að vera í lagi, s.s. gps, kort, áttaviti eða annað og kunnátta verður að vera

    til staðar til að nota þau

#  Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað ef það á við

#  Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

Rjúpnaskyttur eru hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna.

Myndin er tekin af heimasíðu Umhverfisstofnunar.