23.12.2018 16:28

Innanhúss skotæfingar

Undanfarnar vikur og mánuði höfum við í Skotfélagi Snæfellsness verið að undirbúa það að setja upp innanhúss skotæfingaaðstöðu.  Við höfum fengið húsnæði til afnota til bráðabirgða þangað til að varanlegt húsnæði finnst og búið er að smíða 3 kúlugildrur sem við ætum að notast við til þess að byrja með. 

 

Í gær var tveimur kúlugildrum komið fyrir í húsnæðinu til þess að prufa þær og í dag þorláksmessu hittist hópur skotmanna til þess að prufa búnaðinn.  Við hlökkum mikið til þess að verða komin með öll leyfi en við vonumst til að geta hafið formlegar æfingar á nýju ári.