17.04.2019 20:37

Heiða Lára Vesturlandsmeistari í loftskammbyssu

Skotfélag Akraness hélt opna Vesturlandsmótið í loftskammbyssu/riffli í aðstöðu Skotfélags Vesturlands í Borgarnesi síðastliðinn sunnudag.  Skotfélag Snæfellsness átti tvo keppendur í mótinu, Pétur Már sem varð í 6. sæti í flokki karla og Heiða Lára varð í 3. sæti í flokki kvenna.  

 

Keppendur komu víða af en keppendur af Vesturlandi kepptu einnig um titilinn Vesturlandsmeistarinn í hverri grein.  Þar sem að Heiða Lára var eini keppandinn af Vesturlandi í kvennaflokki er hún Vesturlandsmeistari í loftskammbyssu kvenna árið 2019.

 

Loftskammbyssa kvenna:

1. sæti Kristína Sigurðardóttir SR - 2.sæti Þorbjörg Ólafsdóttir SA - 3. sæti Heiða Lára SFS.

 

Vesturlandsmeistarar 2019:

     Loftskammbyssa karla = Erlendur B Magnússon SKV

     Loftskammbyssa kvenna = Heiða Lára SFS

     Loftriffill karla = Jakob H. Ragnarsson SKA