01.05.2019 18:39

Aðalfundur 9. maí kl. 20:00

Aðalfundur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn í félagshúsnæði félagsins fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 20:00.   Farið verður yfir hefðbundin aðalfundarstörf og svo verða önnur mál á dagskrá. 

Við bjóðum ný andlit sérstaklega velkomin á fundinn.

 

Dagskrá fundarins verður á þennan veg:

a)  Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

b)  Ársreikningur og árgjald ákveðið.

                     c)  Kosning formanns, stjórnar og skoðendur reikninga.

                     d)  Önnur mál.

 

Óskað er eftir framboðum til formannsstarfa, ritarastarfa, gjaldkera og meðstjórnenda.  Einnig er óskað eftir framboðum í mótanefnd og vallarnefnd.

 

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta á fundinn og taka þátt í ákvarðanartöku varðandi starfsemi félagsins.  Hafir þú óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir á fundinum getur þú sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com.