17.05.2019 07:25

Steini "gun" lætur af störfum eftir 32 ára stjórnarsetu

Þann 9. maí síðastliðinn var aðalfundur félagsins haldinn og þá var ný stjórn kosin til eins árs.  Þorsteinn Björgvinsson eða Steini "gun" eins og flestir þekkja hann ákvað þá að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa eftir 32 ára stjórnarstarf, en Steini var einn af stofnendum félagsins og hefur setið í stjórn félagsins allar götur síðan. 

 

Það voru því ákveðin tímamót þegar hann ákvað að gefa ekki kost á sér áfram en hann vildi gefa öðru fólki kost á að bjóða fram starfskrafta sína.  Steini mun þó halda áfram að starfa með okkur og vera virkur félagsmaður eins og hann sagði sjálfur. 

 

Við þökkum Steina fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarna þrjá áratugi, en Steini hefur starfað fyrir félagið af hjarta og sál og alltaf látið hag félagsins vera í forgangi.