26.05.2019 22:06

Sjómannadagsmót (innanfélagsmót)

Árlegt Sjómannadagsmót Skotfélags Snæfellsness í leirdúfuskotfimi verður haldið fimmtudaginn 30. maí (uppstigningardag).  Þetta er 7. skipti sem þetta mót er haldið í samvinnu við Sjómannadagsráð.

 

Mæting verður á skotæfingavæði félagsins kl. 15:30 og mótið hefst stundvíslega kl. 16:00.  Mótsgjald verður 2.000 kr. og skráning fer fram hjá Heiðu Láru í síma 848-4250 eða hjá Jóni Pétri í síma 863-1718.  Einnig er hægt að skrá sig í með því að senda tölvupóst á skotgrund@gmail.com.  Skráningu lýkur miðvikudaginn 29. maí kl. 21:00.

 

Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár þar sem hver og einn keppir á sínum forsendum og svo verða stig sjómanna lögð saman á móti stigum landliðsins.  Einnig verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur einstaklinga, bæði í karlaflokki og í konuflokki.

 

Öllum er velkomið að mæta og fylgjast með.

 

Hér er hægt að skoða myndir frá fyrri mótum. 2013 - 2014 - 2015 - 2016 - 2017 - 2018