07.06.2019 17:06

Ný stjórn tekin til starfa

Á aðalfundi félagsins þann 9. maí síðastliðinn var ný stjórn kosin til eins árs.  Tveir nýjir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins en það eru þeir Arnar Guðlaugsson frá Grundarfirði og Kári Hilmarsson frá Stykkishólmi.  Báðir hafa þeir verið félagsmenn um nokkurt skeið og óskum við þeim til hamingju með nýtt hlutverk.

 

Um leið viljum við þakka fráfarandi stjórnarmönnum þeim Sigmari Loga Hinrikssyni og Þorsteini Björgvinssyni fyrir vel unnin störf.  Hér má sjá fullskipaða stjórn félagsins.

 
 

       Arnar Guðlaugsson                        Kári Hilmarsson