08.06.2019 09:11

17. júnímót - Riffilmót (15. júní)

Árlegt 17. júnímót félagsins í riffilskotfimi verður haldið laugardaginn 15. júní.  Keppt verður í tveimur flokkum, 22. cal á 50 metrum og veiðirifflum á 100 metrun.  Hægt er að keppa í báðum flokkum eða bara öðrum hvorum.

 

Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan það að í ár ætlum við að byrja á veiðirifflunum.  Mæting verður kl. 11:30 og mótið hefst kl. 12:00.  Mótsgjald verður 2.000 kr. og skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com.  Skráningu lýkur föstudaginn 14. júní kl. 12:00.  Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

 

Um kvöldið verður tónlistarmaðurinn Mugison með tónleika í Grundarfirði ef einhver hefur áhuga á því.  Nánari upplýsingar hér.

Í boði er að slá upp tjaldbúðum á skotsvæðinu ef einhverjir vilja en einnig er hægt að vera á tjaldsvæðinu í Grundarfirði, Snæfellsbæ eða Stykkishólmi.  Allar nánari upplýsingar eru hjá Heiðu Láru 848 4250.

 

Mótsreglur:

50 m
# Á 50m er aðeins leyfilegt að nota .22LR.
# Leyfilegur stuðningur er: Samanbrjótanlegur tvífótur að framan.   Sandpúði, hendi eða annað sambærilegt að aftan. 
# Aukabúnaður á hlaup er ekki leyfður. (Tuner eða brake.)

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Ekki er leyfilegt að handleika skotvopn á skotborðum á meðan fólk er í brautinni. (Þegar skotmörk eru sett upp)

 

# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 
# Skotin eru tvö blöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. 5 skotmörk telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

 

100 m
# Á 100m eru allir veiðirifflar leyfðir. 
# Leyfilegur stuðningur: Framrest, sandpúði eða samanbrjótanlegur tvífótur að framan.  Að aftan má nota sanpúða, hendi eða annað sambærilegt.
# Hljóðdeyfar eru SÉRSTAKLEGA VELKOMNIR.

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 

 

# Skotin eru tvöblöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. Skotmörkin eru 5 sem telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"