20.06.2019 00:40

Vinnukvöld á æfingasvæðinu

Undanfarin kvöld hefur verið unnið við endurbætur og viðhald á æfingasvæðinu.  Sett hefur verið upp nýtt vatnssalerni og vatnsdæla svo eitthvað sé nefnt.  Síðastliðinn þriðjudag var svo byrjað að mála húsin að utan, en það var farið að sjá miki á þeim eftir veturinn.  Svo er nóg framundan í skothúsinu líka.  Settar verða inn fréttir af því jafnóðum.