21.06.2019 00:09

Sumarsólstöður

Undanfarin ár höfum við haft það að vana að hittast á sumarsólstöðum eða Jónsmessunótt og skemmta okkur saman á æfingasvæðinu.  Það verður engin undantekning í ár því á laugardaginn 22. júní ætlum við að hittast á æfingasvæðinu kl. 21:00 og skjóta fram á nótt.  

Hver og einn tekur fram allt það besta eða það versta úr byssuskápnum og við hittumst á æfingasvæðinu og skjótum og spjöllum. Aðal tilgangurinn er að hittast of hafa gaman og skoða það sem aðrir eiga í byssusafninu.  Einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem lítið hafa verið að skjóta til koma og kynna sér starfsemi félagsins og kynnast nýju fólki.  Þetta er alltaf jafn gaman og þeir sem ekki hafa verið að skjóta lengi hafa geta fengið góða tilsögn.  Vonandi sjáum við ykkur sem flest.