24.06.2019 00:00

Viðburðarík helgi

Það var nóg um að vera á æfingasvæðinu um helgina.  Á föstudagsmorgunn hittust nokkrir félagsmenn kl. 8:00 til þess að setja bárujárn á þakið á skothúsinu og taka til á byggingasvæðinu.  Um miðjan daginn kom svo hópur starfsmanna frá leikskólanum í Grundarfirði til þess að reyna fyrir sér í skotfimi, en það var liður í óvissuferða þeirra.  Um kvöldið voru svo nokkrir félagsmenn sem nýttu góða veðrið til þess að skjóta í kvöldsólinni.

 
 
 

Á laugardaginn kom svo annar hópur kl. 12 á hádegi, en þar var á ferðinni árgangur 1985 frá Grundarfirði sem einnig kom til þess að prófa að skjóta.  Þau voru með bekkjarmót og var þetta liður í þeirri dagskrá. 

 

Um kvöldið var svo árlegur sumarsólstöðuhittingur félagsins þar sem félagsmenn mættu með brot af því besta úr byssusafninu og skutu saman fram á nótt. Þessi viðburður hefur verið haldinn nokkur ár í röð hjá okkur og það er alltaf jafn gaman.  Síðustu menn voru að þessu sinni að fara heima á þriðja tímanum um nóttina.