25.06.2019 01:49

Skothúsið - framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir hafa gengið mjög vel í skothúsinu undanfarna daga.  Veðurguðirnir hafa verið okkur mjög hliðhollir og okkar félagsmenn hafa verið alveg ótrúlega viljugir að mæta og hjálpast að við að reisa húsið.  Það er ómetanlegt.

 

Fyrir síðustu helgi var þakjárnið sett á þakið og það er nánast búið að loka húsinu.  Þetta væri ekki hægt án allra þeirra sjálfboðaliða sem hafa lagt okkur lið.  Búið er að setja inn myndir frá framkvæmdunum í myndaalbúmið.