30.06.2019 23:18

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Þá er skotprófum fyrir hreindýraveiðimenn lokið að þessu sinni og gengu þau mjög vel í ár.  Það var aðeins tæplega 8% fall í ár sem er umtalsvert betri árangur en undanfarin ár.  Það er því greinilegt að veiðimenn séu flestir farnir að undirbúa sig betur fyrir hreindýraveiðina en árin á undan.