02.07.2019 12:53

skotvopnasýning

Næstkomandi laugardag verðum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Sýningin verður í gamla "Hobbitanaum" við aðalgötuna (Ólafsbraut 19) frá kl. 13 -17.  Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com

 

Hér má sjá myndir fá skotvopnasýningum sem við héldum árið 2017 og 2013.