04.07.2019 00:39

Heimsókn

Nýlega fengum við í heimsókn hóp leikskólastarfsmanna frá leikskólanum í Grundarfirði.  Fengu þau að prófa hinar ýmsu gerðir af skotvopnum og fengu um leið stutta fræðslu um íþróttaskotfimi og starfsemi félagsins. 

 

Skotfélag Snæfellsness hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að kynna íþróttaskotfimi fyrir nýjum iðkendum og hafa margir hópar komið í heimsókn til okkar.  Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og ekki skemmdi fyrir að við fengum frábært veður.  Hægt er að skoða nokkrar myndir hér.