04.07.2019 09:45

Skotvopnasýning - undirbúningur

Í gær var byrjað að raða upp fyrir skotvopnasýninguna sem við verðum með í Ólafsvík á laugardaginn í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þar ætlum við að ræða við gesti og gangandi um skotvopn á jákvæðum nótum og gefa fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og kynna sér skotíþróttir sem keppnisgreinar.

 

Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni með okkur geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com.  Viðkomandi einstaklingar þurfa ekki að leggja eitthvað til í sýninguna heldur er öllum velkomið að vera með okkur að sýna og spjalla við fólk.