09.07.2019 01:37

Skotvopnasýning

Um nýliðna helgi vorum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þetta er bæjarhátið sem haldin er annað hvert ár og við vorum líka með sýningu síðat þegar hátíðin var haldin. 

 

Við vorum með skotvopn og annan búnað til sýnis og gáfum fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og fræðast um skotvopn.  Sýningin tókst mjög vel og áætlað er að nokkur hundrum manns hafi litið við.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.

Hægt er að skoða myndir frá fyrri sýningum hér: 2013 - 2017