12.07.2019 15:07

Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri

Íslandsmeistaramót í Br50 verður haldið á Akureyri laugardaginn 20. júlí og hefst kl. 10:00.  Þeir félagsmenn sem ætla að keppa á mótinu þurfa að tilkynna okkur það fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 14. júlí með því að senda okkur upplýsingar á skotgrund.mot@gmail.com.  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

                 Fulltnafn.
                 Kennitala.
                 Heiti riffils.
                 Heiti sjónauka.
                 Stækkun sjónauka.
                 Heiti skota.
                 Í hvaða flokki :
 
Keppt verður í þessum flokkum: 

 

SPORTER flokkur:

Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka

Engin aukabúnaður leyfður á hlaup

Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

LÉTTIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

ÞUNGIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir