18.08.2019 01:47

Skothúsið

Framkvæmdir við skothúsið ganga nokkuð vel.  Við erum búin að fá nokkur hlöss af fínna efni til þess að byrja að snyrta til í kringum húsið og búið er að þökuleggja skotpallinn. 

 

Búið er að loka húsinu og byrjað er að setja í glugga.  Næstu verkefni eru að setja hurðina í, setja kjöljárnið á þakið og klæða húsið að utan fyrir haustið.  Í haust ætlum við svo að steypa tröppur og ganga frá í kringum húsið og nota svo veturinn til að vinna inni í húsinu.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið.