06.09.2019 19:58

BR50 mót á sunnudaginn

Sunnudaginn 8. september verður haldið mót í BR50 á æfingasvæði félagsins. Keppt verður í 3 flokkum og skotin verða 2 blöð. Mæting er kl. 12.00 og mótsgjald verður 2.000 kr.  Nánari upplýsingar gefur Heiða Lára í síma 848 4250.  Skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com og lýkur skráningu laugardaginn  7. september kl. 22:00.

 

 

BR50 Grunnreglur um búnað í cal.22lr           Skv.reglum WRABF/STÍ
Enginn rafmagnsbúnaður er leyfður nema tímamælar.
Keppt er í þremur flokkum á 50 metra færi

SPORTER flokkur:
Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka
Engin aukabúnaður leyfður á hlaup
Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

LÉTTIR VARMINT flokkur:
Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka
Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
Engar takmarkanir á sjónauka
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

ÞUNGIR VARMINT flokkur:
Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka
Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
Engar takmarkanir á sjónauka
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir