26.02.2020 17:07

Lionsklúbbur Grundarfjarðar styrkir Skotfélag Snæfellsness

Síðastliðinn laugardag hélt Lionsklúbbur Grundarfjarðar árlegt kúttmagakvöld sem slegið hefur í gegn undanfarin ár.  Innkoma af kúttmagakvöldinu er venjulega notuð til þess að styrkja góð málefni og í ár var ákveðið að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf.  Þeir sem hlutu styrk að þessu sinni voru Golfklúbburinn Vestarr, Klifurfell menningarhús, Ungmennafélag Grundarfjarðar og Skotfélag Snæfellsness.  

 
Við hjá Skotfélagi Snæfellsness erum ákaflega þakklát fyrir þennan rausnarlega styrk og við færum Lionsklúbbi Grundarfjarðar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning.  Þessi styrkur mun koma sér mjög vel í áframhaldandi uppbyggingar- og æskulýðsstarfi félagsins. 
 
 
 
Til upplýsingar þá stöndum við í stórræðum þessa dagana, við erum á fullu að klára skothúsið, við erum að vinna í því að reyna að fjármagna kaup á nýju 70m2 félagsheimili, leirdúfuskotvöllurinn verður endurbyggður frá grunni og við erum að skipuleggja viðburði sumarsins s.s. skotmót, unglingakvöld, konukvöld o.fl.  Við vonum að með þessum styrk getum við boðið upp á enn fjölbreyttara æskulýðsstarf og bætt aðstöðuna til íþróttaiðkunar.