04.04.2020 20:23

Nefndarstörf - óskað eftir framboðum

Nú styttist í að aðalfundur Skotfélags Snæfellsness verði haldinn og við viljum bjóða áhugasömu fólki að bjóða sig fram til nefndarstarfa fyrir félagið og um leið taka þátt í að móta framtíð félagsins. 

 

Við óskum eftir framboðum í stjórn félagsins, framboðum í mótanefnd og framboðum í vallarnefnd félagsins.  Hægt er að kynna sér betur hlutverk stjórnar og störf einstakra nefnda hér á heimasíðu félagsins.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn á skotgrund@gmail.com .

 

Að sitja í stjórn félagsins eða nefndum félagsins getur bæði verið mjög skemmtilegt og gefandi.  Öll stefnum við að sama markmiði sem er að gera félagið okkar enn öflugara og því er mikilvægt að sem flestir fái að taka þátt í uppbyggingu félagsins og að sjónarmið sem flestra fái áheyrn.

 

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram geta sent framboð á skotgrund@gmail.com