09.05.2020 12:30

Ljósavélin biluð - önnur komin

Ljósavélin sem sér skotæfingasvæðinu fyrir rafmagni bilaði hjá okkur núna fyrir helgi.  Það var vægt sjokk því við getum ekki án hennar verið, en við vorum fljót að bregðast við og keyptum aðra ljósavél í gær til þess að nota þar til að hin kemst í lag.  Hún er komin hingað vestur og verður hún vonandi komin í notkun í vikunni. 

 

Við vonum að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á starf félagsins, sem reyndar er í lágmarki núna vegna Covid-19.