25.05.2020 00:39

Nýjar leirdúfukastvélar

Skotfélag Snæfellsness hefur fjárfest í nýjum leirdúfukastvélum.  Um síðustu helgi voru gömlu vélarnar teknar niður og þær nýju settar upp. Gömlu kastvélarnar höfðu þjónað okkur í 32 ár, en þær keyptum við notaðar af Skotfélagi Reykjavíkur árið 1988.

 

Nýju kastvélarnar eru af gerðinni Nasta og voru þær fluttar inn frá Finnlandi.  Í vikunni var svo hafist handa við að tengja þær og stilla og við vonum að við náum að klára lokafrágang um helgina.  Hægt er að skoða myndir frá vélaskiptunum í myndaalbúminu.