08.10.2020 22:35

Skothúsið klætt að utan

Það hefur ekki verið hægt að skipuleggja viðburði á þessum sérstöku tímum.  Við höfum þó ekki slegið slöku við og höfum nýtt tímann í að bæta og laga æfingasvæðið.  Allt í samræmi við sóttvarnarlög.

Í gær voru gerðar hæðarmælingar á allri riffilbrautinni því við erum að byrja að undirbúa það að steypa gangstéttir við riffilbrautina og ganga frá lóðinni umhverfis skothúsið. 

 

Þá höfum við einnig unnið við það undanfarna daga að klæða skothúsið að utan o.fl.