14.10.2020 19:27

Skothúsið

Um síðustu helgi voru fleiri skotlúgur settar í skothúsið.  Nú er búið að setja upp 5 lúgur til viðbótar við þær 6 sem búið var að setja upp áður. 

     

 
 

Þessar 5 lúgur sem settar voru í um helgina eru hugsaðar fyrir standandi skotfimi og einnig svo að hægt sé að skjóta sitjandi í hjólastól.  Gert var ráð fyrir því við hönnun hússins að hjólastólar passi á milli steyptu skotborðanna og settar verða upp sérsmíðaðar borðplötur á milli steyptu borðanna til þess að geta skotið úr hjólastól.