Færslur: 2008 Maí

29.05.2008 14:27

Aðalfundur

Við viljum minna á aðalfund félagsins sem haldinn verður í matsal Fjölbrautaskóla Snæfellinga í kvöld, fimmtudaginn 29. maí, kl. 20:30.

Dagskrá fundarins:

Skýrsla stjórnar.
Reikningar félagsins lagðir fram.
Ákvörðun um félagsgjöld.
Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna.
Önnur mál.


Stjórn Skotgrundar

28.05.2008 22:50

Fjölmenni á svæði félagsins

Í dag, miðvikudaginn 28. maí 2008, var fjölmenni á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni þegar lögreglumenn af Vesturlandi mættu á svæðið og æfðu skotfimi. Í myndaalbúminu má sjá myndir frá deginum.

25.05.2008 22:48

Ný ljósavél

Í byrjun maí festi Skotgrund kaup á nýrri ljósavél fyrir svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni. Vélin er af gerðinni Kipor og í myndaalbúminu má sjá myndir af því þegar skipt var um vél þann 20. maí síðastliðinn.

 

12.05.2008 13:52

Aðalfundur Skotgrundar

Aðalfundur Skotgrundar verður haldinn í mötuneyti Fjölbrautaskóla Snæfellinga, fimmtudaginn 29. maí nk. kl. 20:30. 

Dagskrá fundarins:

Skýrsla stjórnar.
Reikningar félagsins lagðir fram.
Ákvörðun um félagsgjöld.
Kjör formanns, stjórnar og skoðunarmanna.
Önnur mál.

Stjórn Skotgrundar

12.05.2008 13:35

Símasamband

Með tilkomu GSM sendis Vodafone á Klakkinn er nú komið GSM-samband með símtækjum Vodafone á svæði félagsins í Hrafnkelsstaðabotni.
  • 1