Færslur: 2010 Júní

23.06.2010 01:39

Félagsgjöld - greiðsluseðlar

Nú hafa greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verið sendir í heimabanka félagsmanna. Hafi menn ekki aðgang að heimabanka eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við gjaldkera, annað hvort í gegnum tölvupóst, skotgrund@gmail.com, eða með því að hringja í 896-2072 og er þá annað hvort hægt að senda mönnum greiðsluseðil á pappírsformi eða menn leggi beint inn á reikning félagsins. 

Það má til gaman geta þess að fjölgun félagsmanna hefur orðið á milli ára um 59% og eru félagsmenn nú 55 talsins. 


Stjórnin

23.06.2010 00:36

Skemmd á marki

Svo virðist sem hurðin á markinu hafi fokið upp eitthvert skiptið sem lognið var að flýta sér í Hrafnkelsstaðabotni og brotnaði hún í marga búta. 

Við viljum hvetja félagsmenn sem fara inn á svæði til að skjóta leirdúfu að ganga vel úr skugga um að hurðirnar séu vel lokaðar þegar menn yfirgefa svæðið.


Stjórnin
  • 1