Færslur: 2015 Janúar

24.01.2015 03:20

Árið 2014 gert upp

Það má með sanni segja að árið 2014 hafi verið frábært ár hjá Skotfélaginu Skotgrund með mörgum skemmtilegum uppákomum.  Haldin voru nokkur skemmtileg mót og miklar framkvæmdir og endurbætur voru gerðar á æfingasvæðinu. En það sem stendur mest uppúr á árinu er hvað félagsmönnum Skotgrundar hefur fjölgað mikið.

Búið er að taka saman helstu atriði og viðburði síðasta árs í ársskýrslu félagsins, en hana má nálgast hér.

22.01.2015 06:12

Bilun í heimasíðu

Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa orðið varir við er bilun í heimasíðu félagsins og flestar myndir hafa dottið.  Búið er að hafa samband við þjónustuaðila síðunnar og er vonast til þess að hún komist í lag sem allra fyrst. 

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.

 

Uppfært kl. 21:00

Svör hafa borist frá þjónustuaðila síðunnar þar sem fram kemur að alvarleg bilun hafi orðið í einni gagnasamstæðunni (stýrisspjaldi) og því er verið að færa öll gögn yfir á aðra samstæðu.  Ekki er talið að nein gögn hafi glatast og afritun ætti að vera lokið í dag fimmtudag eða í síðasta lagi á föstudag.

 

10.01.2015 00:43

Sölusíðan

Við minnum á sölusíðu félagsins, þar getur þú auglýst eftir eða auglýst til sölu varning sem tengist skotfimi eða skotveiði á einhvern hátt.

 

Sendu okkur upplýsingar á skotgrund@gmail.com eða á facebook síðu félagsins og við birtum auglýsinguna fyrir þig án endurgjalds. 

 

Hægt er að skoða sölusíðuna hér.

 
 
 
 
  • 1