Færslur: 2016 Október

27.10.2016 22:47

Rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun

Skotfélagið Skotgrund óskar rjúpnaveiðimönnum góðrar ferðar og biður menn um að fara öllu með gát.  Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en haldið er til veiða:

 

#  Fylgist með veðurspá

#  Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

#  Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

#  Hafið með góðan hlífðarfatnað

#  Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

#  Fjarskipti þurfa að vera í lagi, s.s. gps, kort, áttaviti eða annað og kunnátta verður      að vera til staðar til að nota þau

#  Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað ef það      á við

#  Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur

 

 

Rjúpnaskyttur eru hvattar til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar og ganga vel um náttúruna.

 

Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar:

    • Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. (3 dagar)
    • Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. (3 dagar)
    • Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. (3 dagar)
    • Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. (3 dagar)

27.10.2016 22:42

Nýr félagsmaður

Nýlega gerðst Guðmundur Smári Guðmundsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið. 

 

 

03.10.2016 17:20

Leiðbeinendur í leirdúfuskotfimi

Í gær fengum við góða gesti í heimsókn, en þá komu þau Snjólaug María Jónsdóttir og Guðmann Jónasson frá Skotfélaginu Markviss frá Blönduósi í heimsókn ásamt fjölskyldu.  Snjólaug og Guðmann eru bæði virkir skotmenn og taka þátt í fjölmörgum mótum ár hvert víðsvegar um landið.  Guðmann hefur séð um byrjendakennslu hjá Skotfélaginu Markviss og er með ISSF-D þjálfararéttindi auk annarra námskeiða í þjálfun og var tilgangur heimsóknarinnar m.a. að kynna sér æfingasvæðið okkar og leiðbeina okkar félagsmönnum í leirdúfuskotfimi.  Guðmann ætlar svo að koma til okkar aftur síðar og vera með ítarlegri kennslu, en það verður auglýst þegar þar að kemur. 

 

Búið er að setja inn myndir frá heimsókninni í myndaalbúmið hér á heimasíð félagsins.

 

01.10.2016 07:14

Pæjumótið - umfjöllun á sjónvarpsstöðinni N4

Nýlega kom til okkar tökulið frá sjónvarpsstöðinni N4 og tók upp sjónvarpsefni.  Hér má sjá skemmtilega umfjöllun um félagið sem sýnd var í sjónvarpinu síðastliðinn mánudag.

 
  • 1