Færslur: 2019 Október

13.10.2019 22:25

Pæjumót

KONUDAGUR/PÆJUMÓT: um síðustu helgi var haldinn konudagur á æfingasvæðinu þar sem konum á öllum aldri var boðið að koma og prófa að skjóta og kynna sér skotíþróttir. Konudagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2016.

 

Að konudeginum loknum var árlegt Pæjumót félagsins haldið og keppt var í tveimur flokkum, vanar og óvanar. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum í báðum flokkum.

Hægt er að sjá myndir frá fyrsta konudeginum hér:

 

 
 

10.10.2019 20:36

Skotfélag Snæfellsness 32 ára

Í dag eru 32 ár liðin frá því að Skotfélag Snæfellsnes var formlega stofnað. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá félaginu undanfarin ár og hafa félagsmenn aldrei verið fleiri. Við stefnum á áframhaldandi uppbyggingu næstu árin og vonandi mun félagið halda áfram að blómstra og eflast. Við þökkum öllu því góða fólki og sjálfboðaliðum sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin.

 

04.10.2019 06:59

Skotvopnanámskeið

Í síðasta mánuði var haldið skotvopnanámskeið á æfingasvæðinu í samstarfi við Umhverfisstofnun.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndabankann.

 
  • 1