Færslur: 2020 Nóvember

06.11.2020 03:32

Íþróttamaður Grundarfjarðar

Nú styttist í að Grundarfjarðarbær velji íþróttamann ársins.  Skotfélag Snæfellsness tilnefnir einn fulltrúa frá félaginu sem keppir um nafnbótina íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2020.  Við óskum hér með eftir tilnefningum, en viðkomandi aðili skal hafa lögheimili í Grundarfirði samkvæmt reglum íþrótta- og æskulýðsnefndar. 

Hægt er að senda tilnefningar á skotgrund@gmail.com

 

                                                    
                                                                                               Dagný Rut var tilnefnd árið 2019.

 

Við munum svo óska eftir tilnefningum til íþróttamanns HSH síðar á árinu.  

01.11.2020 21:12

Æfingasvæðið lokað tímabundið

Við höfum því miður þurft að loka æfingasvæðinu tímabundið vegna Covid - 19.  Númerum á lyklakerfi hefur einnig verið breytt.  Við biðjum félagsmenn um að sýna þessu skilning og vonandi getum við opnað fljótt aftur.

 
  • 1