Gestabók

5.6.2017 kl. 23:17

Tiger Woods

Veist þú af hverju Tiger Woods var tekinn fyrir ölvunarakstur?...... Hann var ekki með "driver".

Adam

2.5.2017 kl. 23:45

Jesús mátar krossinn

Veist þú afhverju Jesús var svona stutt á krossinum? Hann var bara í "crossfit".

21.3.2017 kl. 0:21

Hreinn sveinn stundar kynlíf

Unglingsstrákur kom mjög stoltur til föður síns og sagði honum að hann hefði stundað kynlíf í fyrsta skipti og að það hafi verið með dönskukennaranum. Pabbinn varð mjög stoltur af syni sínum og sagði að þetta þyrfti að halda uppá. "Nú pöntum við pizzu og ég skal gefa þér hjólið sem þú hefur óskað þér svo lengi" sagði pabbinn. - "Æji viltu ekki bara gefa mér bolta" sagði strákurinn þá. - " Nú.....viltu ekki hjólið sem þú hefur suðað um í margar vikur?" spurði pabbinn. - "Nei veistu mér ennþá svo illt í rassinum eftir dönskukennarann að ég held ég geti ekkert hjólað á næstunni".

Hannes

24.3.2016 kl. 1:45

Einhleyp kona

Kona nokkur var að versla í matinn. Hún setti mjólk, egg, appelsínusafa og fleiri hluti á afgreiðsluborðið. Ölvaður maður fyrir aftan hana fylgdist með henni og sagði: "hehe þú ert örugglega einhleyp"! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en fannst jafnframt athugasemdin skondin þar sem vissulega var hún einhleyp.
Undrandi horfði hún yfir hlutina sem hún hafði raðað á afgreiðsluborðið í smá stund og spurði svo, "hvernig gastu séð það"? - "Af því þú ert svo ógeðslea ljót! "

20.3.2016 kl. 21:29

Fyrirlestur

Lögreglumaðurinn: "hvert ert þú að fara svona valtur á fótum"? - Þormóður: "ég er að fara á fyrirlestur!" - Lögreglumaðurinn: "Og hver í veröldinni er með fyrirlestur klukkan fimm á nýársmorgni"? - Þormóður: "Konan mín".

16.7.2015 kl. 10:38

Stefnumót

Konan og maðurinn voru að snæða kvöldverð á flottu veitingahúsi. Þegar þjónninn var að taka niður pöntun á næsta borði við hliðina tók hann eftir því að maðurinn seig hægt og rólega niður stólinn og rann undir borðið, á meðan konan lét sem ekkert væri. Þjónninn gekk að borðinu og sagði: "afasakið frú en ég held að maðurinn þinn hafi runnið niður undir borðið!". Konan leit upp og svaraði: "nei alls ekki, hann er einmitt að ganga inn um dyrnar"!

16.7.2015 kl. 10:11

Davíð

Dísa var ný flutt í bæinn og mætti í grunnskólann til að skrá börnin sín. Skólastjórinn spurði: "Hvað áttu mörg börn?" - "Tíu stráka" svaraði hún. - "og hvað heita þeir?" spurði skólastjórinn. - "Davíð, Davíð, Davíð, Davíð, Davíð, Davíð, Davíð, Davíð, Davíð og Davíð" svaraði Dísa. - "Heita þeir allir Davíð?" spyr skólastjórinn hissa. "Hvað ef þú vilt að þeir komi inn að borða?" - "Það er ekki flókið" segir Dísa, ég kalla bara "matur Davíð!" og þeir koma allir hlaupandi. - "En ef þú vilt bara kalla á einn þeirra?" spyr skólastjórinn. - "Það er ekkert mál" segir Dísa, "þá bæti ég bara föðurnafninu við".

20.5.2015 kl. 13:57

Sígildur tölvuleikur

Ég fór í Elkó í dag og bað um hinn klassíska leik Grand Theft Auto III, en afgreiðslumaðurinn hafði ekki hugmynd um hvaða leik ég var að tala. Ég útskýrði fyrir honum að leikurinn snérist um svartan mann, sem gengi um með járnrör, eyðilagði bíla, léki sér með gleðikonum og forðaðist lögguna. Þá kveikti hann á perunni og rétti mér Tiger Woods 2010.

10.1.2015 kl. 1:19

Pikk-up-lína

Veist þú hver er mest notaða pikkuplínan í Grænlandi er? "Hey sæta, mikið ertu með fallega tönn"!

8.8.2014 kl. 13:32

Hjá lækninum

Læknirinn segir við sjúklinginn: "Nú verður þú að fara hætta að stunda sjálfsfróun!"................"Nú, af hverju" spyr maðurinn"....................."Af því ég er að reyna skoða þig" sagði læknirinn!

24.5.2014 kl. 23:43

Ávaxtakarfan

Af hverju er svona dimmt hjá okkur segir eplið við bananann? Nú það er af því að peran er farin!

12.4.2014 kl. 23:23

Eðlileg fjölskylda

Dag einn kemur stelpan til föður síns og segir: "pabbi, ég er lessa"! - "hmmm jájá" segir pabbinn. Þá segir yngri dóttirin "pabbi ég er líka lessa!" - "Hvað er þetta, hefur enginn áhuga á að sleikja typpi í þessari fjölskyldu" segir pabbinn upp með sér. - "Jú ég" segir sonurinn þá.

21.3.2014 kl. 23:45

Á hraðferð

Hjón á miðjum aldri voru að flýta sér til Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar þau fyrir of hraðan akstur. "Þið keyrðuð svolítið hratt" segir lögreglan. Konan sem sat í farþegasætinu var farin að heyra svolítið illa og öskraði: "HVAÐ SAGÐI HANN"? "Hann sagði að við keyrðum of hratt! sagði maðurinn. Lögreglumaðurinn spyr þá hvort maðurinn sé með ökuskírteini. "HVAÐ SAGÐI HANN NÚNA" öskraði konan á manninn sinn. "Hann spurði um ökuskírteinið mitt", sagði maðurinn. "Og hvaðan eru þið að koma"? spurði lögreglumaðurinn. "Við erum að koma frá Selfossi" sagði maðurinn þá. "Selfossi, ég svaf einu sinni hjá konu frá Selfossi og ég hef aldrei fengið eins lélegan drátt á ævinni" sagði lögreglumaðurinn. "HVAÐ SAGÐI HANN NÚNA"? spurði konan. "Hann sagðist kannast við þig".... sagði maðurinn!

20.3.2014 kl. 11:06

Að því tilefni að alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag 20. mars

Næst þegar þú ert stúrinn og illa fyrirkallaður. Ímyndaðu þér þá að þú sért síamstvíburi, tvíburabrjóðir þinn er hommi, hann er að fara á stefnumót í kvöld................................ þið eruð bara með eitt rassgat.

Atli

16.3.2014 kl. 23:32

Umferðaróhapp

Eldri hjón voru í sunnudagsbíltúr þegar þau keyra yfir eitthvað dýr. Þau fara út úr bílnum og sjá að þetta var lítill skúnkur. Hann var illa farinn en andaði ennþá og konan vildi ómögulega skilja hann eftir. Þau tóku hann inn í bílinn og óku af stað, en þá sér konan að skúnkurinn byrjar allur að skjálfa. "Honum er kalt segir konana" - "Settu hann bara ofan í brækurnar þínar sagði maðurinn, það er hlýtt þar" - Konan horfir hugsandi á manninn og segir: " en hvað með lyktina"? - Þá sagði maðurinn: "Haltu bara fyrir nefið á honum".

24.1.2014 kl. 6:33

Magga munnræpa

Gústi segir við Andra besta vin sinn: "Hvaða kona er þetta á þessari mynd"?
Andri: Kona?? "Hvað áttu við, þetta er hún Magga"!
Gústi: "Hver er Magga"?
Andri horfði undrandi á Gústa og sagði: " Magga mín..... konan sem ég er búinn að vera giftur í 16 ár"!
Gústi: "Ó... er þetta hún, ég þekkti hana ekki með lokaðan munninn"!

24.12.2013 kl. 15:06

Gæsaveiði

Tvær ljóskur höfðu leigt sér tún fyrir gæsaveiði. Það fór ekki betur en svo að þær fengu aðeins eina gæs. Þá segir önnur ljóskan, "ertu búin að átta þig á því að þessi gæs kostar 100.000 kr"? ---- Þá sagði hin ljóskan: "Eins gott að við veiddum ekki fleiri"!

21.12.2013 kl. 10:47

Verkamaður vs. verkfræðingur

Verkamaðurinn réttir verkfræðinginum skóflunua og segir "hérna, þú klárar að moka þetta"! --- "Uuuu, ég er verkfræðingur" segir verkfræðingurinn. --- "Ó" segir verkamaðurinn, "ég skal þá kenna þér á hana"!

Dóri

19.12.2013 kl. 0:29

Blindur brandarakarl

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas.
Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"

Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:
Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona.
Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð.
Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum.
Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt.
Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. "Nei, ætli það", segir blindi maðurinn, "Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

17.12.2013 kl. 17:32

Hjúkrunarnemi

Yfirlæknirinn segir við hjúkrnarnemann. "Eitt sem þú þarft að vita er að þú mátt aldrei mæla með einum lækni frekar en öðrum þó um slíkt væri spurt"!
Daginn eftir brá yfirlækninum í brún þegar hann heyrði hjúkrunarnemann svara í símann: "Jú það eru sex læknar hérna en ég get ekki mælt með neinum þeirra"!

30.11.2013 kl. 15:26

Hvað er blátt á litinn

Hvað er það sem er blátt á litinn og lyktar eins og rauð málning?........................................ Blá málning!

14.11.2013 kl. 16:03

Ljóskubrandari

Ljóskan og rauðkan voru á leið heim úr vinnunni þegar sú rauðhærða sér manninn sinn kaupa blóm í blómabúð. "Æji ekki aftur" segir hún þá við ljóskuna. "Nú ætlar hann að færa mér blóm í enn eitt skiptið og ætlast til að ég liggi á bakinu næstu 5 daga með útglennt klofið og lappirnar út í loftið".
Ljóskan horfir undrandi á rauðkuna og spyr......"áttu ekki blómavasa"?

20.10.2013 kl. 20:19

Ljótur brandari...... sem ætti ekki að segja

Hvað er líkt með "Sophiu Hansen og Ugla sat á kvisti"?................................átti börn og missti.

19.9.2013 kl. 12:48

Einn stuttur

Eldir hjón voru að fagna 40 ára brúðkaupsafmæli sínu og fóru af því tilefni hringferð um landið þar sem þau fóru um kunnulega staði og rifjuðu upp gamla tíma.

"Manstu þegar við stoppuðum hérna" sagði maðurinn við konuna og benti á lítið rjóður. Þau stigu út úr bílnum og konan sótti teppi og nestiskörfuna í skottið á bílnum. Þá læðist maðurinn aftan að henni og fer að strjúka henni. Fljótlega æsast leikar, þau eru bæði orðin æst og maðurinn skellir konunni upp að girðinginni. Við það virðist konan æsast meira og æpir og skríkir. Maðurinn hafði ekki upplifað annað eins í mörg ár og var fljótur að fá það.

Þetta var roooooosalegt sagði hann við konuna, ég held að þú hefðir ekki einu sinni getað gefið hann betri fyrir 40 árum. Þá segir konan! "Það var heldur ekki rafmagnsgirðing hér fyrir 40 árum".

Viðar

13.9.2013 kl. 2:40

Rökfræði

Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi fóru til námsráðgjafa. Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði.
"Hvað er rökfræði?" spyr Jói.
Námsráðgjafinn svarar: "Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?"
"Hana á ég," svarar Jói.
"Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð," svarar námsráðgjafinn.
"Mjög gott," segir Jói hrifinn.
Námsráðgjafinn hélt áfram, "rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús."
Yfir sig hrifinn hrópar Jói: "FRÁBÆRT!"
"Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu."
"Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!"
"Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður," segir námsráðgjafinn.
"Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði."

Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá.
"Hvaða fög tekurðu?" spyr Siggi.
"Stærðfræði, sögu og rökfræði," svarar Jói.
"Hvað í veröldinni er rökfræði?" spyr Siggi.
"Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?" spyr Jói.
"Nei, svarar Siggi"
"Þá ertu hommi!"

13.9.2013 kl. 2:36

Myndin á náttborðinu

Eftir langa nótt þar sem sem ástarloturnar voru orðnar þónokkrar, tekur hann eftir mynd af öðrum karlmanni á náttborðinu hennar. Hann byrjar að hafa áhyggjur og spyr:
"Er þetta maðurinn þinn ?" "Nei ástarpungurinn minn" segir hún og hjúfrar sig að honum. "Kærastinn þinn þá ?" heldur hann áfram. "Nei alls ekki," segir hún og nartar nett í eyrað á honum.
"Er þetta þá pabbi þinn eða bróðir?" segir hann og vonast eftir því að hún svari játandi.
"Nei, nei, nei!!!" segir hún. "Ok, hver er hann þá ?" segir hann ákveðinn.
"Þetta er ég fyrir aðgerðina.."

22.8.2013 kl. 2:43

Ekki stíga á endurnar

Þrír menn komu að gullna hliðinu og hittu fyrir Lykla-Pétur. Hann segir " velkomnir strákar, hér gildir aðeins ein regla, ekki stíga á endurnar sem eru hérna"!

Reykvíkingurinn varð að fá að vita hvað myndi gerast og ákvað því að stíga á eina. Þá kom Lykla-Pétur arkandi með ljótustu konuna sem var í himnaríki og hlekkjaði við manninn. "Þú situr uppi með þessa það sem eftir er af því þú steigst á öndina" sagði Lykla-Pétur.

Þá sprakk Hafnfirðingurinn úr hlátri og gleymdi fyrir vikið að gá að sér og steig á minnstu öndina í hópnum. Þá kom Lykla-Pétur með næst ljótustu konuna í himnaríki sem talaði af sér hverja tusku í þokkabót og hlekkjaði við Hafnfirðinginn. "Þessa situr þú uppi með það sem eftir er því þú steigst á öndina" sagði Lyklapétur.

Akureyringurinn passaði sig því að hvorki hlægja né lyfta fæti heldur stóð graf kyrr. Þá kemur Lykla-Pétur með alveg gullfallega konu, sem var vel vaxin og draumur hvers manns, og hlekkjar við Akureyringinn. "Hvað var nú þetta" hugsaði Akureyringurinn upphátt? "Ég veit það ekki" sagði fallega konan, "hann var eitthvað að tala um að mér yrði refsað því ég steig á einhverja önd".

18.8.2013 kl. 8:58

Kynæstur eiginmaðurinn hjálpar konunni sinni að endursetja lykilorðið á tölvunni sinni. Hann skrifar mitttyppi.... Konan grét úr hlátri þegar Windows sagði "Sorry not long enough

Lykilorð

26.7.2013 kl. 3:03

Pólverji nokkur þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt, þar sem það
gamla var útrunnið.
En fyrst þurfti hann að gangast undir augnskoðun hjá augnlækni, áður en
sýslumannsembættið léti Pólverjanum í té nýtt ökuskírteini.

Augnlæknirinn lét hann lesa á spjald með stöfunum

'C Z W I X N O S T A C Z'.

"Getur þú lesið þetta?' Spurði augnlæknirinn.
"Lesið þetta?' Endurtók Pólverjinn. "Ég þekki manninn!'

29.4.2013 kl. 2:25

Frelsi

Daníel var staddur í söluturni til að kaupa sígarettur. Þá kemur svertingi upp að afgreiðsluborðin og bað um frelsi!

29.4.2013 kl. 2:05

Saga úr Ólafsvík

Þetta er sönn saga úr Ólafsvík.
Maður að nafni Svanur hafði skorið sig illa í höndina. Hann var að lýsa því fyrir vinnufélögunum hvernig verkirnir væru og að hann væri með gæsahúð. Þá heyrðist í stráknum! "Hvernig getur Svanur fengið gæsahúð".

13.2.2013 kl. 5:01

Góði Guð

Óli var í miðbænum að leita af bílastæði, en illa gekk. Óli er mjög trúaður og leit því upp til himins og sagði: " Góði Guð, ef þú hjálpar mér að finna bílastæði þá skal ég mæta í kirkju á hverjum sunnudegi og lesa biblíuna á hverju kvöldi".

Allt í einu eins og kraftaverki líkast, þá birtist laust stæði beint fyrir framan Óla. Þá leit hann aftur upp til himins og sagði: "Gleymdu þessu, ég fann stæði".

19.12.2012 kl. 0:04

Tveir bændur

Tveir bændur voru að metast um það hvor þeirra ætti stærri landareign.

Íslenski bóndinn sagðist eiga svo stórt land að hann hefði gefist upp á að mæla það.

"Það er nú ekkert" sagði norski bóndinn. Ég á svo stórt land að það tók mig heilan dag að keyra þvert yfir það.

Íslenski bóndinn: "já ég átti einusinni svona bíl!"

14.12.2012 kl. 17:24

Það er gaman að vita hvernig þú hugsar

Kennarinn spyr Óla litla: "Ef það sitja 5 fuglar á grein og þú skýtur einn, hvað eru þá margir eftir?"

Óli: "nú enginn, þegar ég skýt einn þá fljúga hinir í burtu" segir óli.

Kennarinn: "uuuu já það er vissulega rétt, en það er ekki svarið sem ég var að leita eftir, en það er gaman að vita hvernig þú hugsar".

Daginn eftir spyr Óli kennarann: "Ef að ísbíllinn kemur og 3 konur kaupa ís, ein sleikir ísinn, önnur sýgur hann og sú þriðja bítur í hann. Hvernig veist þú hver þeirra er gift?

Kennarinn hugsar sig um og segir: "ætli það sé ekki sú sem að sýgur hann?"

Óli: "Það er auðvitað sú sem er með giftingahringinn, en það er gaman að vita hvernig þú hugsar".

Jón Pétur

6.9.2012 kl. 7:35

Ljóskubrandari

-Af hverju stóðu 17 ljóskur fyrir utan skemmtistaðinn?
-Þær höfðu heyrt að þær þyrftu að vera 18 til að komast inn!

11.7.2012 kl. 5:01

Hafnfirðingabrandari

Hvar eru Hafnfirðingar á jólunum?......

...... niðri í fjöru að bíða eftir jólabókaflóðinu.

3.7.2012 kl. 0:05

Seinheppinn Englendingur

"Hvað kom fyrir þig" spyr læknirinn Englendinginn sem kom til hans með glóðurauga, sprungna vör og heilahristing.

"I was in a London pub and had a few drinks! I noticed two large women by the bar. They both had strong accents, so I asked, HEY, ARE YOU TWO LADIES FROM SCOTLAND?"

One of them turned to me and screamed, " IT´S WALES, YOU IDIOT!"

So, I immediately apologized, and said, "Sorry, are you two whales from Scotland?"

"That´s all I remember".

2.7.2012 kl. 23:52

Lífsreynd kona

Lífsreynd kona, frekar þó eldri en yngri var stöðvuð af löggu fyrir að aka of hratt.

lífsreynda konan: Er eitthvað að góði minn?
Lögga: Þú ókst of hratt frú.
lk: Nú - var það?
L: Má ég sjá skírteinið þitt
lk: Ég er réttindalaus
L: Ertu próflaus?
lk: Fjögur ár síðan ég var tekin - full.
L: Ég skil - viltu þá gjöra svo vel að sýna mér skráningarvottorð.
lk: Get það ekki
L: Af hverju ekki?
lk: Ég stal honum
L: Stalstu honum?
lk: Já, bútaði fjandans kálhausinn líka niður
L: Hvað áttu við?
lk: Restarnar af honum eru í plastpokum í skottinu ef þig langar að sjá.

Skelfd löggan starir á kellu, hörfar afturábak að löggubílnum og kallar á aðstoð.

Innan örfárra mínútna er sérsveitin búin að umkringja bíl kellu.
Háttsettur lögregluþjónn nálgast bílinn henar löturhægt og er með höndina í viðbragðsstöðu á byssuskefti.
H-löggan: Viltu gjöra svo vel að koma út úr bílnum frú!
og kellan gerir það auðvitað.
lk: Eru einhver vandræði góði minn?
H-löggan: Einn manna minna segir mér að þú hafir stolið þessum bíl og myrt eigandann.
lk: Myrt eigandann?
H-Löggan: Já, viltu gjöra svo vel að opna farangursgeymslu bílsins.

Kella opnar skottið, ekkert er þar að sjá - það er galtómt
H-löggan Átt þú þennan bíl?
lk: Já, hér eru pappírar upp á það.
H-Löggan er krossbit, en segir: "Einn manna minna segir að þú hafir ekki ökuréttindi"
Kella grefur ofan í handtöskuna sína og finnur veskið sitt, opnar það og réttir H-löggunni,
sem horfir rannsakandi á skírteinið og skilur greinilega hvorki upp né niður, en segir
"Þakka þér fyrir frú, en einn manna minna sagði mér að þú værir próflaus,
hefðir stolið þessum bíl, myrt eigandann og bútað hann sundur."

lífsreynda konan: "Ég þori að veðja að bölvaður lygamörðurinn hefur líka sagt að ég hafi keyrt of hratt!"

Niðurstaðan:
ekki abbast upp á lífsreyndar konur!

19.6.2012 kl. 11:48

Klósettferðin

Á salerninu á fínum veitingastað stóðu viðskiptafræðingurinn, lögfræðingurinn og bóndinn hlið við hlið og voru að létta á sér í pissuskálarnar. Viðskiptafræðingurinn kláraði fyrstur og þvoði sér svo vel og vandlega um hendurnar á eftir og notar margar bréfþurrkur og segir: " ég lærði í Harvard og þar var okkur kennt að þvo okkur vel um hendurnar eftir klósettferðir".

Lögfræðingurinn var næstur og sagði: " ég lærði í Princeton og þar var okkur kennt að vera umhverfisvænir og því nota ég ekki bréfþurrkur"!

Bóndinn renndi upp og á leiðinni út sagði hann: "ég lærði á Hvanneyri og þar var okkur kennt að pissa ekki á hendurnar á okkur"!

23.5.2012 kl. 2:06

Vottar Jehóva + eistu

SP: Hvað er líkt með Vottum jehóvum og eistum?
SV: Báðir dingla og dingla en fá ekki að koma inn

27.4.2012 kl. 0:06

Bestu inniskór í heimi

Gummi fór á markað í útlöndum og einn sölumaður stoppar hann og segir: "Ég er að selja bestu inniskó í heimi, má ekki bjóða þér að kaupa? Kynkvötin þín á eftir að rjúka upp ef þú gengur í þeim og þú verður alveg hrikalega æstur".

Gummi verður mjög skeptískur og afþakkar en sölumaðurinn heldur áfram að reyna að sannfæra hann og reynir að lækka verðið, en Gummi neitar alltaf.

Að lokum ákveður Gummi að prófa inniskóna og um leið og hann var kominn í þá verður hann mjög æstur og graður. Hann grípur í sölumanninn, skellir honum á borðið og fer að hamast á honum. Þá öskrar sölumaðurinn: "Neiiii, þú fórst í krummafót".

Anna

24.4.2012 kl. 15:53

Óvænt heimkoma

Bóndinn kom heim eftir langan vinnudag. Konan var nakin í rúminu og tók bóndinn þá eftir því að við hlið hennar lá stór og mikill vindill. "Hvaðan í andsk...... kemur þessi vindill" öskraði bóndinn.

"Frá Hawai" heyrist rödd undir rúminu segja!

Magnús

16.4.2012 kl. 20:12

þá fór allt í bál og brand

Síðasta laugardag vaknaði ég snemma. Ég klæddi mig hljóðlega, útbjó nesti, kallaði í hundinn og læddist út í bílskúr. Ég húkkaði bátinn aftan í bílinn, opnaði bílskúrshurðina og var kominn hálfur út þegar ég sá að úti var brjálað rok og rigning. Ég bakkaði aftur inn í skúrinn og kveikti á útvarpinu, aðeins til að uppgötva að svona átti veðrið að vera alla helgina. Ég fór því aftur inn, klæddi mig hljóðlega úr og læddi mé upp í rúm. Ég kúrði mig upp við konuna mína. Ákveðinn í að fá mér gott í kroppinn hvíslaði ég að henna, " Það er brjálað veður úti". Elskuleg konan mín til 10 ára svaraði strax," Hugsaðu þér hvað maðurinn minn er heimskur að vera úti að veiða í þessu veðri"
Og þá fór allt í bál og brand

Guðni

6.4.2012 kl. 0:26

Fallhlíf til sölu!

Er með fallhlíf til sölu, alveg eins og ný. Hefur aðeins verið notuð einu sinni. Hefur aldrei verið opnuð.

Halli

31.3.2012 kl. 18:19

Hamborgari

- Hvað gerir maður við gamalt hakk?
- Býr til eldriborgara!

29.3.2012 kl. 0:18

Milliveggurinn (+18)

Smiður nokkur var búinn að setja upp millivegg í vændishúsi og fór til þess að rukka fyrir vinnuna. "Hórumamman" sem átti húsið sagðist ekki geta greitt fyrir vinnuna en bauð honum þess í stað að velja sér eina til að fara með inn í herbergi. "Það má vera hver sem er" sagði hórumamman.

"Ég ætla að velja þig" sagði smiðurinn við hórumömmuna, sem varð undrandi, því enginn hafði valið hana í lengri tíma.
Smiðurinn skipaði henni að leggjast á rúmið og hátta sig.

Hann setti vísifingur varlega inn að framan og fljótlega þumalinn í sparigatið og klemmdi fingrunum lauslega saman eins og krabbakló. Hórumamman hallaði sér aftur og lokaði augun til þess að njóta augnabliksins. Þá hvíslar smiðurinn ákveðið í eyra hennar. "Ef þú borgar ekki reikninginn þá ríf ég millivegginn"!

22.3.2012 kl. 13:10

Hestamennska:

Séra Jónas hélt ræðu á Læjónsfundi og umræðuefnið var kynlíf. En þegar hann kom heim, þá gat hann ekki viðurkennt fyrir Möggu að hann hefði haldið ræðu um kynlíf, svo hann sagði henni að hann hefði rætt um hestamennsku og útreiðar.
Nokkrum dögum seinna hitti Magga nokkra Læjónsfélaga útí Kaupfélagi og þeir hrósuðu bónda hennar mjög fyrir ræðuna.
Magga sagði: "Já, ég heyrði um þetta. En ég varð nú frekar hissa á þessu, því hann hefur bara reynt þetta tvisvar. Í fyrra skiptið varð hann svo aumur að hann gat ekki gengið í nokkar daga og í seinna skiptið datt hann af baki."

Tommi Kjullibangsi

www.kjullibangsi.is

20.3.2012 kl. 23:09

Pirrandi önd - áttu brauð?

Önd kemur inn á bar og spyr barþjóninn: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".

Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei".

Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei við erum ekki með neitt brauð".

Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "Nei, við erum ekki með neitt fjandans brauð hér"!

Önd: "Áttu brauð"?
Barþjónn: "NEI! Ertu heyrnarlaus eða hvað!? Við erum ekki með neitt
djö****** brauð hér! Ef þú spyrð mig einu sinni enn þá negli ég helv***
gogginn á þér fastan við barborðið, óþolandi fáviti"!!

Önd: "Áttu nagla"?
Barþjónn: "Nei".

Önd: "Áttu brauð"?

10.3.2012 kl. 14:27

Bara karlmenn

Ef það væru bara karlmenn í heiminum........

.... það væri sko pain in the ass!

2.3.2012 kl. 3:53

Njósnaleikurinn

Jói og Sigga ákveða að fá sér einn stuttann seinnipart sunnudags og eina leiðin til að koma því til leiðar er að senda 8 ára soninn út á svalir til að "njósna" um nágrannana.
Sonurinn byrjar í njósnaleiknum: "Það er verið að draga bílinn hans Gumma í burtu. Sjúkrabíll var að koma inn á planið."
Nokkur andartök líða..
"Lítur út fyrir að Halli og Gunna séu að fá gesti. Matti er úti á nýja hjólinu sínu og Kobbi og Jóhanna eru að fá sér að ríða."
Foreldrarnir spretta upp úr rúminu: "Hvernig í veröldinni veistu það?" Spyr mamman hissa.
"Krakkinn þeirra er líka úti á svölum."

Tommi Kjullibangsi

kjullibangsi.is

29.2.2012 kl. 22:28

Hundur á hjóli

Löggan bankaði uppá hérna í dag og sagði að hundurinn minn væri að elta mann á hjóli..!!.ég sagði þeim að fara til fjandanns.hundurinn minn ætti ekkert hjól!.

28.2.2012 kl. 16:08

Brandarabók

Þetta er brandarabók Skotgrundar. Í hana geta menn skrifað góða eða lélega brandara, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.

Ekki láta þitt eftir liggja og skelltu inn einum eða tveimur góðum og fáðu um leið útrás fyrir brandarakarlinum sem býr í þér!

Skotfélagið Skotgrund Grundarfirði

26.2.2012 kl. 23:24

Breyttir tímar

Fyrir nokkrum árum þurftu menn að klæða konurnar úr nærbuxunum til að sjá á þeim rassinn.

En núna þurfa þeir að glenna rassinn í sundur til að sjá nærbuxurnar!

Jón Pétur

25.2.2012 kl. 16:28

Djúpi brunnurinn

Dóri og Mói voru að rölta um í stórum almenningsgarði þegar þeir koma að stórum brunni. Dóri kíkir ofan í brunninn og segir við Móa: "sjáðu hvað brunnurinn er djúpur, það sést ekki niður í botn". Mói tekur þá lítinn steinn og hendir í brunninn, en það kom ekkert "blúbb" hljóð. "Mikið rosalega hlýtur hann að vera djúpur" hugsa þeir. Þeir ná í stærri stein og kasta honum í brunninn, enn ennþá kemur ekkert "blúbb" hljóð!

Þá sjá þeir stóra jeppafelgu. Þeir taka hana á milli sín og drösla henni í átt að brunninum og kasta henni ofan í brunninn. Í því kemur hundur hlaupandi og stekkur ofan í brunninn. Þeir horfa undrandi á hvorn annan og hugsa "hvað var nú þetta"!

Þá kemur eldri maður gangandi í áttina að Dóra og Móa og spyr þá hvort þeir hafi nokkuð séð hundinn hans? "Uuuuuu, var hann svona hvítur með krullur" spyr Mói. " Já segir maðurinn, hafið þið séð hann"? "Já, en ég er hræddur um að þú sjáir hann ekki aftur greyið, því hann kom hlaupandi og stökk ofan í brunninn" sagði Dóri.

"Já nei" sagði maðurinn, "það getur ekki verið minn, því hann var bundinn við stóra jeppafelgu hérna rétt hjá"!

Jón Pétur

24.2.2012 kl. 17:39

grænmetisæta

Við rannsóknir á íslenskum fornritum hefur komið í ljós að orðið "grænmetisæta" hefur verið notað frá því að land byggðist. Alveg fram á síðustu öld var merking þess hinsvegar "sá sem ekki kann að veiða".

Guðni

24.2.2012 kl. 15:54

Þegar eiginkonan kom heim :)

Kvöld eitt kom eiginkonan utan af landi - fyrr en ætlað var - og opnaði
svefnherbergisdyrnar hljóðlega.

... Undan sænginni blöstu við henni fjórir fætur ..... í stað tveggja!
Henni sortnaði fyrir augum og varð viti sínu fjær. Hún greip hornaboltakylfu og gjörsamlega sleppti sér - lamdi ótal högg í sængina með kylfunni ... og það af öllu afli. Að því búnu, stormaði hún í átt að eldhúsinu - til... að róa sig.

Situr þar þá ekki elskulegur eiginmaður hennar, niðursokkinn í tímarit.
Hann lítur upp og segir: "Sæl elskan, ... foreldrar þínir eru í heimsókn og ég bauð þeim að hvíla sig í hjónarúminu okkar. Ertu búin að heilsa þeim"?!!!

Villi P

24.2.2012 kl. 10:36

Töfralampinn

Björninn og kanínan voru að labba um í skóginum þegar þau fundu töfralampa. Þegar þau tóku hann upp kom andi og sagðist ætla gefa þeim þrjár óskir á mann. Björninn óskaði þess að hann væri svo fallegur að allar kvenbirnir óskuðu þess að vera með honum. Og það varð hann. Kanínan óskaði þess að eignast mótorhjól. Og mótorhjól fékk kanínan. Björninn vildi núna vera eini karlbjörninn í landinu, og það varð hann. Kanínan vildi svo eignast hjálm fyrir mótorjhólið, og það varð. Svo vildi björninn vera eini karlbjörninn í veröldinni, og sú ósk rættist. Þá setti kanínan á sig hjálminn, setti mótorhjólið í gang og sagði: ,,Ég vildi óska þess að björninn væri hommi" um leið og hún þaut af stað.

23.2.2012 kl. 23:06

kv: þórður

Bóndi var nýgiftur og var á leiðinni heim í hestvagninum sem var dreginn af nokkrum hestum. Þegar einn af hestunum hrasaði sagði hann: "Einu sinni".

Þegar hann hrasaði aftur sagði hann: "Tvisvar"

Seinna, þegar hesturinn hrasaði í þriðja sinn, sagði hann ekki neitt, heldur sótti haglabyssuna og skaut hestinn.

Nýja konan hans varð brjáluð og gargaði á hann. Bóndinn snéri sér að henni og sagði: "Einu sinni".

Þórður

23.2.2012 kl. 20:27

Stefnumót

Stelpan var með nýja kærastanum heima hjá foreldrum hennar. Þau sátu inni í stofu og voru að drekka rauðvín þegar kærastinn segist þurfa fara á klósettið. "Ekki gera það, klósettið er við hliðina á herbergi mömmu og pabba og þau heyra í þér. Notaðu frekar eldhúsvaskinn" segir stelpan.
Kærastinn fer inn í eldhús, en eftir stutta stund styngur hann höfðinu inn í stofuna og spyr: "Átt þú nokkuð klósettpappír?"

Jón Pétur

16.2.2012 kl. 21:44

Negrinn með rassagötin tvö

Tveir Íslendingar voru að vinna hjá blökkumanni í Bandaríkjunum. Einn daginn var blökkumaðurinn horfinn og lögreglan kom til að yfirheyra Íslendingana og spurði: Hvað vitið þið um blökkumanninn sem er týndur"? "Það eina sem við vitum er að hann er með tvö rassagöt" sögðu Íslendingarnir. Lögreglan horfði undrandi á Íslendingana og spurði svo: "af hverju segið þið það"?

"Jú það er af því að alltaf þegar við fórum með honum á barinn þá heyrðum við barþjóninn segja, here comes the nigger with the two assholes"!

Geir

16.2.2012 kl. 6:24

Eyðieyjan

Íslendingur, norðmaður og ítali voru staddir á eyðieyju. Þá komu mannætur sem ætluðu að éta þá. "Þið getið bjargað lífi ykkar með því að leysa tvær þrautir" sögðu mannæturnar. Fyrsta þrautin var að safna 10 ávöxtum hver og færa mannætunum.
Norðmaðurinn var fyrstur til að leysa þessa þraut og kom með 10 epli. "Settu þau öll upp í rassgatið á þér og þú færð að lifa", sögðu mannæturnar. Norðmaðurinn reyndi en gafst upp á þriðja eplinu og var því étinn.
Íslendingurinn kom næstur með tíu vínber. Hann byrjaði að raða þeim inn, 1,2,3,4,5,6,7,8,9 en fór þá að skelli hlæja og var því étinn.
Þegar íslendingurinn hitti norðmanninn við gullna hliðið spurði norðmaðurinn: " af hverju fórst þú að hlæja"? Hahahahaha af því ég sá ítalann koma með ananas"!

16.2.2012 kl. 4:14

Einn stíl, tvisvar á dag!

-Hvað er að sjá þig, ertu ennþá veikur? -Já! -Hvað sagði læknirinn? -Hann lét mig fá stíl og sagði mér að taka tvisvar sinnum á dag í eina viku! -Og skánaðir þú ekkert við það? -Nei þeir virkuðu sko ekki neitt, ég hefði alveg eins getað troðið þeim uppí rassgatið á mér!

Jón Pétur

15.2.2012 kl. 20:30

Sálmur 129

Prestur nokkur býður nunnu einni far. Hún sest inn í bílinn, krossleggur fæturna svo það sést smávegis í leggina á henni. Presturinn er við að aka útaf. Eftir að hafa náð stjórn á bílnum að nýju, strýkur hann kæruleysislega með annarri hendi upp eftir fætinum á henni. Nunnan segir :"Faðir, mundu sálm 129!Presturinn fjarlægir höndina, en næst þegar hann skiptir um gír lætur hann hendina aftur renna á hnéð á henni. - Aftur segir nunnan ákveðin: "Faðir, mundu sálm 129!"... Presturinn afsakar sig " Fyrirgefðu systir, en holdið er veikt"
Þegar þau koma að klaustrinu fer nunnan sína leið. Þegar presturinn kemur í kirkjuna flýtir hann sér að fletta upp á sálmi 129. Þar stendur skrifað: "Gakk fram og leitaðu hærra upp - og þú munt upplifa himnaríki"
Lærdómurinn : Ef þú heldur þér ekki vel upplýstum í starfi átt þú á hættu að fara á mis við stóra möguleika...

Guðni

14.2.2012 kl. 1:33

Kennslukonan segir:
"Sturla, ég ætla að spyrja þig einnar spurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
"Enginn", svarar Sturla. "Af hverju segir þú... enginn?" spyr kennslukonan.
"Einn drepst, og hinir fljúga í burtu", segir Sturla.
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar".
... Skömmu seinna réttir Sturla litli upp hendi. "Má ég spyrja þig einnar spurningar?" "Endilega", segir kennslukonan.
"Þrjár konur standa við ísbíl, og eru búnar að kaupa sér ís, ein sleikir ísinn, ein bítur í ísinn og ein sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" spyr Sturla.
Kennslukonan verður vandræðaleg en segir "Ég veit ekki , ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?"
"Nei" segir Sturla, "það er sú sem er með giftingarhringinn.
En mér líkar hvernig þú hugsar."

Kristín

12.2.2012 kl. 21:05

Tvö vinapör sátu og spiluðu. Leifur var svo óheppinn að hann missti eitt spilið á gólfið. Þegar hann beygði sig niður til að taka það upp, tók hann eftir að Lísa kona Andrésar var buxnalaus. Seinna þegar Leifur fór fram í eldhús til að sækja hressingu, kom Lísa á eftir honum og spurði: Sástu eittvað sem þér líkaði undir borðinu? Leifur viðurkenndi: - Mmmm, já það gerði ég. Hún svaraði: - Þú getur ......fengið það, en það kostar þig 50 þúsund. Leifur gaf strax till kynna að hann væri áhugasamur. Þá lagði Lísa til; að þar sem Andrés væri í vinnu seinnipart föstudagsins og Leifur ekki, gæti hann komið við um tvöleytið. Föstudagurinn rann upp og Leifur gerði eins og fyrir hann var lagt. Greiddi sinn 50 þúsund kall og átti góða stund með Lísu og fór. Andrés kom heim um sexleytið og spurði konu sína hvort Leifur hafi komið við, núna seinnipartinn. Undrandi á spurningunni, svaraði Lísa: - Já Andrés, hann kom aðeins við í nokkrar mínútur. -Lét hann þig fá 50 þúsund kall? Lísa hélt nú að allt hefði komist upp, svaraði niðurlút - Já hann lét mig fá 50 þúsund..... - Flott sagði Andrés. - Leifur kom nefnilega við á skrifrstofunni í morgunn og fékk lánaðan hjá mér 50 þúsund kall og lofaði að koma við seinnipartinn og skila honum. Það er gott að eiga vini sem maður getur treyst!

Guðni

12.2.2012 kl. 4:08

Einn góður

Gunna mín," segir pabbinn við dóttur sína á 18 ára afmælinu, "taktu þessa ávísun, færðu mömmu þinni hana og segðu henni að þetta sé síðasta meðlagsgreiðslan sem hún á nokkurn tíma eftir að fá frá mér og sjáðu svipinn á henni!"

Dóttirin gerir það og segir við mömmu sína: "Mamma! Pabbi sagði að ég ætti að láta þig fá þessa ávísun og sjá svipinn á þér þegar ég segði þér að þetta væri síðasta meðlagsgreiðslan sem þú fengir frá honum."

"Sagði hann það já," segir mamman, "viltu þá ekki fara og sjá svipinn á honum þegar þú getur sagt honum að hann sé ekki pabbi þinn.."

Tommi Kjullibangsi

kjullibangsi.is

12.2.2012 kl. 3:44

Ljóskubrandari

Lögga stoppaði ljóskuna sem ók á móti umferðinni á einstefnugötu.
Löggan: "Sástu ekki örvarnar?"

Ljóskan: "Nei, ég sá ekki einu sinni Indjánana."

Jón Pétur

10.2.2012 kl. 22:45

Viðhaldið

Maður nokkur labbar inn í svefnherbergi þar sem konan hans liggur í rúminu. Hann er með uppblásnu kindina sína undir hendinni og segir: " hérna sérðu þá beljuna sem ég er að rí?? þegar þú ert ekki heima". Þá segir konan: Ef þú værir ekki svona vitlaus þá myndir þú sjá að þetta er kind en ekki belja". Þá svaraði maðurinn:" Ef þú væri ekki svona vitlaus þá myndir þú vita að var ég að tala við kindina en ekki þig"!

10.2.2012 kl. 2:43

Bjarnaveiðar

Veiðimaður nokkur kom að stórum skógarbirni langt inni í skógi. Hann mundaði riffilinn og PLAAMM. En þegar hann ætlaði að vitja um björninn var hann horfinn. Þá er allt í einu "pikkað" í öxlina á honum. Það er björninn og segir: "Annað hvort ét ég þig eða þú leyfir mér að taka þig aftan frá" sagði björninn. Veiðimaðurinn átti ekki um margt að velja og hallaði sér fram.

Daginn eftir kom veiðimaðurinn með stærri riffil og fann björninn. PLAAMM. Þá er aftur "pikkað" öxlina á veiðimanninum og hann sá að það var björninn. Hann vissi þá hvað hann átti að gera og hallaði sér fram.

Þriðja daginn fer veiðimaðurinn út í skóg til þess að freista þess að ná birninum í eitt skipti fyrir öll. Þá er "pikkað" í öxlina á honum og björnin segir: "Það er greinilega ekki veiðin sem að dregur þig hingað".

Gunnar Árnason

10.2.2012 kl. 2:32

Hvenar fékkstu það síðast?

Manninum leið ekki vel og fór til læknis. "Ég held að þú fáir of lítið af kynlífi," sagði læknirinn. "Hvenær fékkstu það síðast?" "Ég man það ekki," sagði maðurinn og hringir til að spyrja konuna. . "Hæ þetta er ég, hvenær gerðum við það síðast?" Það var þögn langa stund, og svo kom mjög gætilega: . "Við hvern tala ég?"

Dóri

10.2.2012 kl. 2:24

Gestabókin verður brandarabók

Gestabók síðunnar hefur verið breytt í brandarabók. Í hana geta menn skrifað góða eða lélega brandara, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar.

Ekki láta þitt eftir liggja og skelltu inn einum eða tveimur góðum og fáðu um leið útrás fyrir brandarakarlinum sem býr í þér!

Skotfélagið Skotgrund Grundarfirði