SKOTGRUND

Skotfélag Snæfellsness 

 

                                       
 

 


Skotfélag Snæfellsness var stofnað þann 10. október árið 1987. Skráðir félagsmenn eru nú um 160 og hafa aðsetur í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði í nágrenni Grundarfjarðar. Svæðið býður upp á góða aðstöðu til skotæfinga í fallegu umhverfi.  Á svæðinu er að finna félagshúsnæði félagsins, skeet völl og riffilbraut.  Skotfélagið er opið öllum áhugasömum og velunnurum skotíþróttarinnar. 

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í félagið geta sent tölvupóst á skotgrund@gmail.com eða haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718. Félagsgjaldið eru litlar 6.000 kr. og fer öll innkoma af félagsgjöldum í rekstur og uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.  Frítt er fyrir 18 ára og yngri.  Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér á heimasíðu félagsins.


                              

 

Hér má sjá nokkra af stofnendum Skotfélagsins, sem í þá daga hét Skotveiðifélag Grundarfjarðar. 

Á myndina vantar Karl Jóhann Jóhannsson en hann tók myndina.
 

Efri röð frá vinstri:
Geirrmundur Vilhjálmsson, Ómar Elísson, Birgir Guðmundsson, Hermann Guðberg Gíslason, Unnsteinn Guðmundsson.
Fremri röð frá vinstri:
Sverrir S. Þorsteinsson, Þorsteinn Björgvinsson, Sölvi Jóhannsson, Ragnar Alfreðsson.

                                      

                     

Framkvæmdir við skotæfingasvæði Skotfélagsins Skotgrundar í Hrafnkellsstaðabotni. 

Svæðið var formlega tekið í notkun þann 9. september 1989. 

Á myndinni eru þeir:   Páll Skúlason, Þorsteinn Björgvinsson og Páll Guðmundsson. 

Myndina tók:  Birgir Guðmundsson.