12.07.2019 15:07

Íslandsmeistaramót í BR50 á Akureyri

Íslandsmeistaramót í Br50 verður haldið á Akureyri laugardaginn 20. júlí og hefst kl. 10:00.  Þeir félagsmenn sem ætla að keppa á mótinu þurfa að tilkynna okkur það fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 14. júlí með því að senda okkur upplýsingar á skotgrund.mot@gmail.com.  Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:

                 Fulltnafn.
                 Kennitala.
                 Heiti riffils.
                 Heiti sjónauka.
                 Stækkun sjónauka.
                 Heiti skota.
                 Í hvaða flokki :
 
Keppt verður í þessum flokkum: 

 

SPORTER flokkur:

Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka

Engin aukabúnaður leyfður á hlaup

Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

LÉTTIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

ÞUNGIR VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

 

09.07.2019 01:37

Skotvopnasýning

Um nýliðna helgi vorum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þetta er bæjarhátið sem haldin er annað hvert ár og við vorum líka með sýningu síðat þegar hátíðin var haldin. 

 

Við vorum með skotvopn og annan búnað til sýnis og gáfum fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og fræðast um skotvopn.  Sýningin tókst mjög vel og áætlað er að nokkur hundrum manns hafi litið við.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndaalbúmið hér á heimasíðunni.

Hægt er að skoða myndir frá fyrri sýningum hér: 2013 - 2017

 

04.07.2019 09:45

Skotvopnasýning - undirbúningur

Í gær var byrjað að raða upp fyrir skotvopnasýninguna sem við verðum með í Ólafsvík á laugardaginn í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Þar ætlum við að ræða við gesti og gangandi um skotvopn á jákvæðum nótum og gefa fólki kost á því að kynna sér starfsemi félagsins og kynna sér skotíþróttir sem keppnisgreinar.

 

Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni með okkur geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com.  Viðkomandi einstaklingar þurfa ekki að leggja eitthvað til í sýninguna heldur er öllum velkomið að vera með okkur að sýna og spjalla við fólk.

04.07.2019 00:39

Heimsókn

Nýlega fengum við í heimsókn hóp leikskólastarfsmanna frá leikskólanum í Grundarfirði.  Fengu þau að prófa hinar ýmsu gerðir af skotvopnum og fengu um leið stutta fræðslu um íþróttaskotfimi og starfsemi félagsins. 

 

Skotfélag Snæfellsness hefur markvisst unnið að því undanfarin ár að kynna íþróttaskotfimi fyrir nýjum iðkendum og hafa margir hópar komið í heimsókn til okkar.  Þetta var virkilega skemmtilegur dagur og ekki skemmdi fyrir að við fengum frábært veður.  Hægt er að skoða nokkrar myndir hér.

 

 

02.07.2019 12:53

skotvopnasýning

Næstkomandi laugardag verðum við með skotvopnasýningu í Ólafsvík í tilefni af bæjarhátíðinni "Ólafsvíkurvaka 2019".  Sýningin verður í gamla "Hobbitanaum" við aðalgötuna (Ólafsbraut 19) frá kl. 13 -17.  Félagsmenn sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni geta haft samband við Jón Pétur í síma 863 1718 eða sent póst á skotgrund@gmail.com

 

Hér má sjá myndir fá skotvopnasýningum sem við héldum árið 2017 og 2013.

30.06.2019 23:18

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Þá er skotprófum fyrir hreindýraveiðimenn lokið að þessu sinni og gengu þau mjög vel í ár.  Það var aðeins tæplega 8% fall í ár sem er umtalsvert betri árangur en undanfarin ár.  Það er því greinilegt að veiðimenn séu flestir farnir að undirbúa sig betur fyrir hreindýraveiðina en árin á undan.

 

25.06.2019 01:49

Skothúsið - framkvæmdir ganga vel

Framkvæmdir hafa gengið mjög vel í skothúsinu undanfarna daga.  Veðurguðirnir hafa verið okkur mjög hliðhollir og okkar félagsmenn hafa verið alveg ótrúlega viljugir að mæta og hjálpast að við að reisa húsið.  Það er ómetanlegt.

 

Fyrir síðustu helgi var þakjárnið sett á þakið og það er nánast búið að loka húsinu.  Þetta væri ekki hægt án allra þeirra sjálfboðaliða sem hafa lagt okkur lið.  Búið er að setja inn myndir frá framkvæmdunum í myndaalbúmið.

 

 

24.06.2019 00:00

Viðburðarík helgi

Það var nóg um að vera á æfingasvæðinu um helgina.  Á föstudagsmorgunn hittust nokkrir félagsmenn kl. 8:00 til þess að setja bárujárn á þakið á skothúsinu og taka til á byggingasvæðinu.  Um miðjan daginn kom svo hópur starfsmanna frá leikskólanum í Grundarfirði til þess að reyna fyrir sér í skotfimi, en það var liður í óvissuferða þeirra.  Um kvöldið voru svo nokkrir félagsmenn sem nýttu góða veðrið til þess að skjóta í kvöldsólinni.

 
 
 

Á laugardaginn kom svo annar hópur kl. 12 á hádegi, en þar var á ferðinni árgangur 1985 frá Grundarfirði sem einnig kom til þess að prófa að skjóta.  Þau voru með bekkjarmót og var þetta liður í þeirri dagskrá. 

 

Um kvöldið var svo árlegur sumarsólstöðuhittingur félagsins þar sem félagsmenn mættu með brot af því besta úr byssusafninu og skutu saman fram á nótt. Þessi viðburður hefur verið haldinn nokkur ár í röð hjá okkur og það er alltaf jafn gaman.  Síðustu menn voru að þessu sinni að fara heima á þriðja tímanum um nóttina.

 

21.06.2019 00:09

Sumarsólstöður

Undanfarin ár höfum við haft það að vana að hittast á sumarsólstöðum eða Jónsmessunótt og skemmta okkur saman á æfingasvæðinu.  Það verður engin undantekning í ár því á laugardaginn 22. júní ætlum við að hittast á æfingasvæðinu kl. 21:00 og skjóta fram á nótt.  

Hver og einn tekur fram allt það besta eða það versta úr byssuskápnum og við hittumst á æfingasvæðinu og skjótum og spjöllum. Aðal tilgangurinn er að hittast of hafa gaman og skoða það sem aðrir eiga í byssusafninu.  Einnig er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem lítið hafa verið að skjóta til koma og kynna sér starfsemi félagsins og kynnast nýju fólki.  Þetta er alltaf jafn gaman og þeir sem ekki hafa verið að skjóta lengi hafa geta fengið góða tilsögn.  Vonandi sjáum við ykkur sem flest.

 

20.06.2019 00:40

Vinnukvöld á æfingasvæðinu

Undanfarin kvöld hefur verið unnið við endurbætur og viðhald á æfingasvæðinu.  Sett hefur verið upp nýtt vatnssalerni og vatnsdæla svo eitthvað sé nefnt.  Síðastliðinn þriðjudag var svo byrjað að mála húsin að utan, en það var farið að sjá miki á þeim eftir veturinn.  Svo er nóg framundan í skothúsinu líka.  Settar verða inn fréttir af því jafnóðum.

 

13.06.2019 21:04

Riffilmót - skráningu lýkur á morgun

Eins og komið hefur fram verður árlegt 17. júnímót félagsins haldið á laugardaginn.  Skráning í mótið fer fram á skotgrund.mot@gmail.com.  Skráningu lýkur á morgun föstudaginn 14. júní kl. 12:00.  Við hvetjum þá sem enn eiga eftir að skrá sig til að gera það sem fyrst.  Hér fyrir neðan má sjá mótsreglurnar.

 

Mótsreglur:

50 m
# Á 50m er aðeins leyfilegt að nota .22LR.
# Leyfilegur stuðningur er: Samanbrjótanlegur tvífótur að framan.   Sandpúði, hendi eða annað sambærilegt að aftan. 
# Aukabúnaður á hlaup er ekki leyfður. (Tuner eða brake.)

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Ekki er leyfilegt að handleika skotvopn á skotborðum á meðan fólk er í brautinni. (Þegar skotmörk eru sett upp)

 

# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 
# Skotin eru tvö blöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. 5 skotmörk telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

 

100 m
# Á 100m eru allir veiðirifflar leyfðir. 
# Leyfilegur stuðningur: Framrest, sandpúði eða samanbrjótanlegur tvífótur að framan.  Að aftan má nota sanpúða, hendi eða annað sambærilegt.
# Hljóðdeyfar eru SÉRSTAKLEGA VELKOMNIR.

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 

 

# Skotin eru tvöblöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. Skotmörkin eru 5 sem telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

13.06.2019 01:02

Dagskrá sumarsins

Á laugardaginn verður eins og áður hefur komið árlegt 17. júnímót félagsins haldið á æfingasvæði félagsins.  Við hvetjum keppendur til að skrá sig sem fyrst í mótið.  Skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com

 

Svo verður nóg um að vera hjá okkur í sumar.  Hér má sjá drög að dagskrá sumarsins (með fyrirvara um breytingar).

 

Sjómannadagsmót            fimmtudaginn 30. maí   (innanfélagsmót)

17. júnímót                         laugardaginn 15. júní  (opið mót)

Sumarsólstöðumót           föstudaginn 21. júní (opið kvöld)

Skotvopnasýning               laugardaginn 6. júlí  (opin öllum)

Ungmennakvöld                þriðjudaginn 23. júlí  (opið öllum eldri en 15 ára)

Refamót                              laugardaginn 24. ágúst (opið mót)

Pæjudagur/mót                 laugardaginn 7. september  (opið öllum konum)

Skotvopnanámskeið         laugardaginn 14. september (skráning á ust.is)

Réttir                                   laugardaginn 21. september (ÆFINGASVÆÐIÐ LOKAÐ)

Afmælismót                       laugardaginn 12. október  (innanfélagsmót)

Gamlársmót                      sunnudaginn 29. desember (innanfélagsmót)

 

Allir viðburðirnir verða auglýstir hér á heimasíðu félagsins og á facebook.  Einnig er hægt að fá upplýsingar á skotgrund@gmail.com

09.06.2019 18:23

Skothúsið

Síðastliðinn fimmtudag var hafist handa við að undirbúa uppsetningu á skothúsinu.  Sperrurnar sem höfðu verið forsmíðaðar voru fluttar inn á svæði og sömu leiðis borðplöturnar.  Unnið verður í húsinu næstu daga.

 

08.06.2019 09:11

17. júnímót - Riffilmót (15. júní)

Árlegt 17. júnímót félagsins í riffilskotfimi verður haldið laugardaginn 15. júní.  Keppt verður í tveimur flokkum, 22. cal á 50 metrum og veiðirifflum á 100 metrun.  Hægt er að keppa í báðum flokkum eða bara öðrum hvorum.

 

Mótið verður með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan það að í ár ætlum við að byrja á veiðirifflunum.  Mæting verður kl. 11:30 og mótið hefst kl. 12:00.  Mótsgjald verður 2.000 kr. og skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com.  Skráningu lýkur föstudaginn 14. júní kl. 12:00.  Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.

 

Um kvöldið verður tónlistarmaðurinn Mugison með tónleika í Grundarfirði ef einhver hefur áhuga á því.  Nánari upplýsingar hér.

Í boði er að slá upp tjaldbúðum á skotsvæðinu ef einhverjir vilja en einnig er hægt að vera á tjaldsvæðinu í Grundarfirði, Snæfellsbæ eða Stykkishólmi.  Allar nánari upplýsingar eru hjá Heiðu Láru 848 4250.

 

Mótsreglur:

50 m
# Á 50m er aðeins leyfilegt að nota .22LR.
# Leyfilegur stuðningur er: Samanbrjótanlegur tvífótur að framan.   Sandpúði, hendi eða annað sambærilegt að aftan. 
# Aukabúnaður á hlaup er ekki leyfður. (Tuner eða brake.)

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Ekki er leyfilegt að handleika skotvopn á skotborðum á meðan fólk er í brautinni. (Þegar skotmörk eru sett upp)

 

# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 
# Skotin eru tvö blöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. 5 skotmörk telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

 

100 m
# Á 100m eru allir veiðirifflar leyfðir. 
# Leyfilegur stuðningur: Framrest, sandpúði eða samanbrjótanlegur tvífótur að framan.  Að aftan má nota sanpúða, hendi eða annað sambærilegt.
# Hljóðdeyfar eru SÉRSTAKLEGA VELKOMNIR.

 

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.
# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.
# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti. 

 

# Skotin eru tvöblöð, eitt í einu. 10 mín á hvort blað. Skotmörkin eru 5 sem telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig. 
# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

07.06.2019 17:06

Ný stjórn tekin til starfa

Á aðalfundi félagsins þann 9. maí síðastliðinn var ný stjórn kosin til eins árs.  Tveir nýjir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn félagsins en það eru þeir Arnar Guðlaugsson frá Grundarfirði og Kári Hilmarsson frá Stykkishólmi.  Báðir hafa þeir verið félagsmenn um nokkurt skeið og óskum við þeim til hamingju með nýtt hlutverk.

 

Um leið viljum við þakka fráfarandi stjórnarmönnum þeim Sigmari Loga Hinrikssyni og Þorsteini Björgvinssyni fyrir vel unnin störf.  Hér má sjá fullskipaða stjórn félagsins.

 
 

       Arnar Guðlaugsson                        Kári Hilmarsson