13.10.2019 22:25

Pæjumót

KONUDAGUR/PÆJUMÓT: um síðustu helgi var haldinn konudagur á æfingasvæðinu þar sem konum á öllum aldri var boðið að koma og prófa að skjóta og kynna sér skotíþróttir. Konudagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2016.

 

Að konudeginum loknum var árlegt Pæjumót félagsins haldið og keppt var í tveimur flokkum, vanar og óvanar. Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum í báðum flokkum.

Hægt er að sjá myndir frá fyrsta konudeginum hér:

 

 
 

10.10.2019 20:36

Skotfélag Snæfellsness 32 ára

Í dag eru 32 ár liðin frá því að Skotfélag Snæfellsnes var formlega stofnað. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá félaginu undanfarin ár og hafa félagsmenn aldrei verið fleiri. Við stefnum á áframhaldandi uppbyggingu næstu árin og vonandi mun félagið halda áfram að blómstra og eflast. Við þökkum öllu því góða fólki og sjálfboðaliðum sem hafa lagt okkur lið í gegnum árin.

 

04.10.2019 06:59

Skotvopnanámskeið

Í síðasta mánuði var haldið skotvopnanámskeið á æfingasvæðinu í samstarfi við Umhverfisstofnun.  Búið er að setja inn nokkrar myndir í myndabankann.

 

28.09.2019 08:43

Pæjudagur á skotsvæðinu

Árlegur Pæjudagur Skotfélags Snæfellsness verður haldinn á æfingasvæði félagsins sunnudaginn 6. október.  Dagurinn hefst kl. 11:00 með kynningu á þeirri skemmtilegu íþrótt sem skotfimin er og hægt verður að fá að prófa að skjóta undir leiðsögn. 

 

Pæjudagurinn er fyrir allar konur 15 ára og eldri, hvar sem þær búa.  Frítt er á kynninguna.  Hægt er að sjá myndir frá fyrri kynningu hér.

 
 
 

Um kl. 13:30 hefst svo hið stórskemmtilega Pæjumót og geta allar þær sem vilja tekið þátt.  Um er að ræða skemmtilega keppni í riffilskotfimi og er þetta allt er þetta til gamans gert.   Keppt verður í 3 flokkum "vanar - lítið vanar - óvanar".

Þær sem ekki hafa aðgang að riffli geta fengið lánaðan riffil á svæðinu.  Við hvetjum dætur, mömmur, ömmur, frænkur og allar hinar til þess að gera sér glaðan dag og líta við á skotsvæðinu.

 

Gott er að þær sem ætla að mæta í mótið skrái sig fyrirfram, en einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Skráningu er hægt að senda inn á skotgrund.mot@gmail.com.  Allar nánari upplýsingar veitir Heiða Lára í síma 848-4250.

 

Hægt er að skoða myndir frá fyrri mótum hér: 2016  -  2017  -  2018

 

REGLUR MÓTSINS:

Vanar = eru þær sem keppt hafa í skotmóti oftar en 5 sinnum.

Lítið vanar = eru þær sem keppt hafa 5 sinnum eða sjaldnar.

Óvanar = eru þær sem aldrei hafa tekið þátt í skotmóti.

 

# Aðeins leyfilegt að nota .22LR.

# Leyfilegur stuðningur er : Samanbrjótanlegur tvífótur að fram. Sandpúði, hendi eða annað sambærilegt að aftan.

# Aukabúnaður á hlaup er ekki leyfður. (Tuner eða brake.)

# Bolta og magasín má ekki setja í fyrr en tíminn hefur verið ræstur.

# Einnig skal taka bolta og magasín úr þegar keppandi hefur lokið að skjóta á skotmarkið.

# Ekki er leyfilegt að handleika byssur á skotborðum á meðan fólk er í brautinni. ( Þegar verið er að setja upp skotmörkin, eða taka niður.)

# Þeir sem ekki geta tekið boltann úr, þurfa að sýna fram á að byssan sé ekki hlaðin með öðrum hætti.

# Skotin eru tvöblöð, eitt í einu. 10mín. á hvort blað. Skotmörkin eru 5 sem telja til stiga og gefur hvert skotmark mest 10 stig.

# Skjóta má ótakmarkað á "sighter"

 

13.09.2019 21:23

Skotvopnanámskeið

Í kvöld hófst skotvopnanámskeið sem haldið er í samvinnu við Umhverfisstofnun.  Bóklegi hlutinn hófst í kvöld og mun honum ljúka fyrir hádegi á morgun laugardag.  Eftir hádegi fer svo fram verkleg kennsla á æfingasvæði félagsins og verður æfingasvæðið því lokað á meðan á henni stendur.  (frá klukkan 13:00 - 18:00)

 

06.09.2019 19:58

BR50 mót á sunnudaginn

Sunnudaginn 8. september verður haldið mót í BR50 á æfingasvæði félagsins. Keppt verður í 3 flokkum og skotin verða 2 blöð. Mæting er kl. 12.00 og mótsgjald verður 2.000 kr.  Nánari upplýsingar gefur Heiða Lára í síma 848 4250.  Skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com og lýkur skráningu laugardaginn  7. september kl. 22:00.

 

 

BR50 Grunnreglur um búnað í cal.22lr           Skv.reglum WRABF/STÍ
Enginn rafmagnsbúnaður er leyfður nema tímamælar.
Keppt er í þremur flokkum á 50 metra færi

SPORTER flokkur:
Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka
Engin aukabúnaður leyfður á hlaup
Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

LÉTTIR VARMINT flokkur:
Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka
Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
Engar takmarkanir á sjónauka
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

ÞUNGIR VARMINT flokkur:
Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka
Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
Engar takmarkanir á sjónauka
Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

30.08.2019 19:14

3 nýir félagsmenn

Nýlega bættust við 3 nýir félagsmenn í hóp félagsmanna.  Það eru þeir Jónas Garðarsson, Rúdólf Jóhannsson og Gunnar M. Ólafsson.  Bjóðum við á alla hjartanlega velkomna í félagið.

 

 

29.08.2019 01:00

Ungmennakvöldið

Búið er að setja inn myndir frá vel heppnuðu ungmennakvöldi sem haldið var á æfingasvæðinu.  Þar gafst fólki tækifæri til þess að reyna fyrir sér í íþróttaskotfimi og kynna sér starfsemi félagsins. Fjölmargir mættu til þess að fá að prófa að skjóta var ekki að sjá annað en að allir hafi farið sáttir heim.  Hægt er að skoða myndirnar hér.

 

27.08.2019 22:44

Nýr félagsmaður

Á dögunum gerðist Þorgeir Már Samúelsson félagsmaður í Skotfélagi Snæfellsness og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í félagið.

26.08.2019 23:33

Refamótið - úrslit

Árlegt refamót félagsins var haldið í 5. skipti síðastliðinn laugardag.  Skotið var úr liggjandi stöðu og átti hver keppandi átti að skjóta 10 skotum, einu skoti á hvert skotmark sem öll voru í mismunandi löngum færum.  12 keppendur luku keppni í ár og það var Stefán Eggert Jónsson sem sigraði að þessu sinni.  Í öðru sæti var Jón Þór Sigurðsson og í þriðja sæti var Júlíus Freysson.  Búið er að setja inn myndir frá mótinu í myndaalbúmið.

 

Stefán Eggert Jónsson - sigurvegari mótsins

 

 
 
 

25.08.2019 09:56

Refamótið

Árlegt Refamót félagsins fór fram í gær. Við þökkum öllum þátttakendum og sjálfboðaliðum fyrir skemmtilegt mót. Fjallað verður nánar um mótið síðar.

 

25.08.2019 09:36

BR50 móti frestað

Ákveðið hefur verið að fresta BR50 mótinu sem átti að vera í dag vegna slæmrar veðurspár.  Stefnt er að því að halda mótið þann 8. september.

23.08.2019 08:19

Kjöljárnið komið á

Undanfarin kvöld hafa félagsmenn verið  að vinna í skothúsinu og í fyrrakvöld var m.a. kjöljárnið sett á þakið.  Nú verður stutt hlé gert á framkvæmdum fram yfir helgi og félagsmenn fara að undirbúa skotmótin sem verða haldin um helgina.  Fjallað verður um mótin að þeim loknum.

 

22.08.2019 17:22

Refamót á laugardaginn - opið mót

Árlegt refamót félagsins verður haldið laugardaginn 24. ágúst og hefst mótið kl. 12:00.  Skotið verður á 10 refi á 10 mismunandi færum sem verða gefin upp þegar mótið hefst.  Skotið verður liggjandi og aðeins eitt skot á hvern ref.  Mótsgjald verður 2.000 kr.  Nánari upplýsingar gefur Heiða Lára í síma 848 4250. Skráning fer fram á skotgrund.mot@gmail.com og lýkur skráningu föstudaginn 23. ágúst kl. 20:00.

 

21.08.2019 19:43

Skothúsið

Undanfarin kvöld hefur öflugur hópur sjálfboðaliða unnið í skothúsinu.  Ómetanlegt.