16.08.2016 17:15

Konukvöld - allar konur velkomnar

Næstkomandi fimmtudag verður konukvöld á æfingasvæði Skotfélags Snæfellsness. Þá ætla konurnar í félaginu að hittast og skjóta og bjóða öðrum konum/stelpum að prófa að skjóta með sér.  Þær sem vilja geta fengið leiðsögn bæði í leirdúfuskotfimi og riffli.

Þetta er flott tækifæri fyrir þær sem hafa aldrei prófað að skjóta til að skjóta í fyrsta skipti.  Svo verður grillað og spjallað saman. Ef þið vitið um einhverjar sem gætu haft áhuga á að taka þátt látið vita og bjóðið með. Allar konur eru velkomnar sama á hvaða aldri þær eru. :) 
 

Þetta byrjar kl. 16:30 og verður fram á kvöld. Hlökkum til að sjá sem flestar og eiga góða stund saman. :)
 

P.S.
Félagið á haglabyssu sem þið getið fengið að prófa ef þið hafið ekki byssu. Einnig á félagið 2 stk. 22.cal riffla og svo verða einhverjar stærri byssur sem hægt verður að fá að prófa. En ef þið eigið eða hafið aðgang að byssu endilega takið þær með.