23.08.2016 19:27

Framkvæmdir við Hrafná

Framkvæmdir eru hafnar við Hrafnánna sem liggur samsíða skotæfingasvæði félagsins.  Hrafnáin hefur undanfarin ár verið að grafa sig nær og nær æfingasvæðinu og er mannvirkjum farið að stafa nokkur hætt af.  Ætlunin er að hreinsa framburð úr árfarveginum og ýta upp í varnargarð meðfram árbakkanum.  

Þá verður einnig hægt að nota varnargarðinn sem vetrarveg upp að æfingasvæðinu, því oft er afleggjarinn upp að æfingasvæðinu ófær hluta úr vetri.