09.06.2018 12:33

BR50 mót á Hellu

Síðastliðinn fimmtudag tóku fjórir félagsmenn frá Skotfélagi Snæfellsness þátt í BR50 móti hjá skotfélaginu Skyttur, sem er með skotsvæði á Geitasandi á milli Hellu og Hvolsvallar.  7 keppendur voru skráðir til leiks og skotið var á eitt spjald á mann.  Leikar fóru þannig að Heiða Lára sigraði mótið með 224 stig,  Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már var í þriðja sæti með 190 stig.

 

Okkar fólk fékk mjög góðar móttökur og höfðu mjög gaman af heimsókninni.  Að lokum var Magnúsi Ragnarssyni formanni Skyttanna færð veifa með merki Skotfélags Snæfellsness sem þakklæti fyrir góðar móttökur.

 

Búið er að setja inn myndir í myndaalbúmið.